
Elín Björg er fædd árið 2003 og er uppalin í Haukum. Hún steig sín fyrstu skref í meistaraflokki Hauka árið 2018 en fyrir tímabilið 2021 gekk hún í raðir nágrannana í FH. Hún sneri svo aftur í Haukaliðið fyrir tímabilið í fyrra og það gekk býsna vel. Alls hefur hún spilað 126 KSÍ-leiki og skorað í þeim 66 mörk.
Í fyrra var hún markadrottning 2. deildarinnar með 27 mörk í 18 leikjum fyrir Hauka. Geri aðrir betur. Í dag sýnir Elín á sér hina hliðina.
Í fyrra var hún markadrottning 2. deildarinnar með 27 mörk í 18 leikjum fyrir Hauka. Geri aðrir betur. Í dag sýnir Elín á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir
Gælunafn: Hef verið kölluð ella
Aldur: 22
Hjúskaparstaða: Föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Minnir að ég hafi verið í 8. bekk þegar ég spilaði fyrsta leikinn minn við FH, var bara kölluð inní hópinn og sett inn á með það markmið að liggja frammi og reyna pota boltanum inn. Held ég hafi samt ekki snert boltann.
Uppáhalds drykkur: Nocco, sunny soda lang bestur. Margir ósammála mér þar.
Uppáhalds matsölustaður: Maikai og Flatey
Uppáhalds tölvuleikur: Ég var rosaleg í fortnite þegar það var að hægt að spila hann í Ipad.
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Love Island. Búin að bíða spennt eftir næstu seríu.
Uppáhalds tónlistarmaður: Verð að segja Frikki og Jón. Erfitt að gera upp á milli.
Uppáhalds hlaðvarp: ÞAAVG
Uppáhalds samfélagsmiðill: Tiktok.
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fotbolti.net
Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi krull
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Minnum á þjónustu fyrir IKK** á morgun kl. 13:30. Við erum að Fellsmúla 24.” Mikilvægt að vera komin á sumardekkin.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Hef alltaf sagt ÍBV, held mig við það.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Mætti Katrínu Ómars þegar hún spilaði með KR fyrir nokkrum árum. Hún var drullugóð og ég var smá starstruck. Svo er Arna Sif besti varnarmaður sem ég hef mætt.
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Guðrún Jóna og Helga Helga kenndu mér allt.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Hekla Björk getur verið erfið þegar hún kemst í gírinn.
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Hef alltaf litið upp til mömmu minnar.
Sætasti sigurinn: Verð að segja 2-3 sigurinn við KR í deildinni í fyrra. Eftir þann leik vorum við langt komnar með að vinna deildina. En svo stendur líka upp úr þegar við tókum Völsung 1-2 í fyrra eftir að hafa lent 1-0 undir og manni færri.
Mestu vonbrigðin: Þegar Nunez kemur inn á í Liverpool leikjum.
Uppáhalds lið í enska: Liverpool.
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég vil sjá Elín Klöru taka upp skónna aftur í sumar.
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Glódís María er gríðarlega efnileg
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Fannsarinn
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Berghildur Björt Egilsdóttir
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: MESSI
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Ekki skylda að vera með legghlífar.
Uppáhalds staður á Íslandi: hjarta hafnarfjarðar
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Vinkona mín fékk einu sinni rautt spjald fyrir að ýta dómaranum. Það var mikið hlegið.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Spila alltaf með tvær fastar fléttur.
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Körfuboltinn er alltaf í gangi í sjónvarpinu en get ekki sagt að ég fylgist mikið með.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Vapor
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Dönsku. Endaði samt með danskri stelpu í herbergi í USA og vil halda því fram að ég skildi nánast allt.
Vandræðalegasta augnablik: Að skipta úr Haukum yfir í FH og tapa svo á móti þeim í fyrsta leik.
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Vigdísi, Möggu og Aldísi og það er bannað að hlæja.
Bestur/best í klefanum og af hverju: Beta, hún þegir aldrei.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Hörður væri alvöru bombshell í Love Island. Segja hvaða seríu og af hverju (dæmi: Survivor, Love Island, Idol, Got Talent)
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef aldrei farið á þjóðhátíð.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Edda, hélt hún væri smá erfið en hún er það alls ekki og sér alltaf vel um sína.
Hverju laugstu síðast: Er alltaf að ljúgja af börnunum í leiksólanum. Þau halda að ég sé með ofnæmi fyrir öllu sem mér finnst vont.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Fótavinna með Emil
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Mætið á Birtu-völlinn í sumar. Lofa góðu veðri og skemmtilegum fótbolta!! Fyrsti í Lengju er 3. maí!!!!!!!
Athugasemdir