Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
banner
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 12. apríl
Mjólkurbikar karla
föstudagur 11. apríl
Meistarar meistaranna konur
þriðjudagur 8. apríl
Þjóðadeild kvenna
laugardagur 5. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 3. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
föstudagur 25. apríl
Championship
Stoke City - Sheffield Utd - 19:00
Bundesligan
Stuttgart 0 - 0 Heidenheim
Frauen
Potsdam W 1 - 3 Bayer W
WORLD: International Friendlies
Andorra U-16 2 - 1 San Marino U-16
Albania U-16 1 - 2 Kosovo U-16
Netherlands U-16 3 - 0 China PR U-16
Serie A
Atalanta - Lecce - 18:45
Toppserien - Women
Bodo-Glimt W 1 - 2 Honefoss W
Úrvalsdeildin
Dynamo Mkh 2 - 3 FK Krasnodar
Elitettan - Women
Ekkert mark hefur verið skorað
Hacken-2 W 0 - 0 Jitex W
fös 25.apr 2025 15:00 Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeild kvenna: 9. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Haukum er spáð næst neðsta sæti deildarinnar.

Haukar unnu 2. deildina nokkuð þægilega í fyrra.
Haukar unnu 2. deildina nokkuð þægilega í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hörður Bjarnar er þjálfari Hauka.
Hörður Bjarnar er þjálfari Hauka.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir fór á kostum með Haukaliðinu í fyrra.
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir fór á kostum með Haukaliðinu í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Halla Þórdís hefur skorað fullt af mörkum í vetur.
Halla Þórdís hefur skorað fullt af mörkum í vetur.
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Viktoría Sólveig er mjög efnilegur markvörður.
Viktoría Sólveig er mjög efnilegur markvörður.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sigurbjörg Diljá kom frá Keflavík.
Sigurbjörg Diljá kom frá Keflavík.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Kristín Magdalena Barboza kom á láni frá Breiðabliki.
Kristín Magdalena Barboza kom á láni frá Breiðabliki.
Mynd/Haukar
Haukar fagna marki í fyrra.
Haukar fagna marki í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gera Haukarnir í sumar?
Hvað gera Haukarnir í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9. Haukar, 61 stig
10. Afturelding, 26 stig

9. Haukar
Ef þessi spá rætist þá munu Haukar falla beint aftur niður í 2. deildina eftir að hafa komist upp úr henni í fyrra. Haukar féllu úr Lengjudeildinni sumarið 2022 og fóru við það í ákveðna naflaskoðun. Liðið var ekki langt frá því að fara upp 2023, það munaði aðeinu stigi, en kannski var það bara gott eftir á að það gerðist ekki. Ungir leikmenn liðsins fengu eitt ár í viðbót í 2. deild og flugu upp í fyrra. Haukar töpuðu aðeins einum deildarleik í fyrra og enduðu á því að vinna deildina með átta stigum meira en KR í öðru sæti. Það hefur gengið vel hjá Haukunum í vetur og öflugir leikmenn gengið í raðir félagsins, en samt sem áður hafa þjálfarar og fyrirliðar trú á því að liðið verði í fallbaráttu og fari niður í lok sumars.

Þjálfarinn: Hörður Bjarnar Hallmarsson, strákur fæddur 1999, stýrir Haukaliðinu og hefur gert það frá því liðið fór niður í 2. deild. Salih Heimir Porca var reyndar ráðinn í starfið þegar Haukar féllu en hætti áður en mótið hófst og þá steig Hörður Bjarnar inn í starfið. Þetta er hans fyrsta starf í meistaraflokki en hann hafði þjálfað yngri flokka hjá Haukum áður en hann tók það að sér. Hann hafði til að mynda náð góðum árangri með 3. flokk kvenna. Hörður,s sem er mjög efnilegur í faginu, er í grunninn FH-ingur en Haukafólk hefur væntanlega fyrirgefið honum það eftir að hann kom liðinu upp um deild í fyrra.

Stóra spurningin: Hvað skorar Elín Björg mikið í sumar?
Elín Björg sneri aftur í Hauka fyrir síðasta tímabil eftir að hafa spilað með FH í nokkur ár. Hún fann sig ekki alveg í Kaplakrika en henni líður afskaplega vel í Haukabúningnum. Í fyrra var hún bara alltof góð fyrir 2. deildina þegar hún skoraði 27 mörk í 18 deildarleikjum. Það verður spennandi að sjá hana taka skrefið upp og hvernig hún höndlar það.

Lykilmenn: Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir og Halla
Þórdís Svansdóttir

Elín Björg er án efa algjör lykilmaður fyrir þetta lið. Það komu tilboð í hana frá félögum í Bestu deildinni en Haukar náðu að halda í hana sem eru frábær tíðindi fyrir Haukafólk. Stórkostlegur markaskorari eins og hún sýndi í fyrra. Ef hún nær að raða inn mörkum áfram þá er erfitt að sjá Haukaliðið falla úr þessari deild. Halla Þórdís er afar öflugur kantmaður sem hefur tekið mjög góð skref með Haukaliðinu síðustu ár. Hún hefur verið illviðráðanleg í vetur og skorað fullt af mörkum. Hún og Elín hafa verið að tengja vel og varnarmenn Lengjudeildarinnar gætu lent í þónokkrum vandræðum með þær.

Gaman að fylgjast með: Viktoría Sólveig K. Óðinsdóttir
Afar efnilegur markvörður sem hefur verið undir smásjá félaga í Bestu deildinni. Hefur stigið mikilvæg skref með Haukaliðinu í 2. deild og nú tekur hún stökkið upp með liðinu sem verður gott fyrir hana. Er mjög öflug með boltann í fótunum sem er gott fyrir nútímamarkvörð. Hefur verið hluti af yngri landsliðum Íslands og spilaði fyrr á þessu ári með U19 landsliðinu gegn Skotlandi.

Komnar:
Bryndís Halla Gunnarsdóttir frá FH
Glódís María Gunnarsdóttir frá Val (Á láni)
Kristín Magdalena Barboza frá Breiðabliki (Á láni)
Selma Sól Sigurjónsdóttir frá FH
Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir frá Keflavík
Viktoría Jóhannsdóttir frá Álftanesi

Farnar:
Ana Catarina Da Costa Bral í ÍR
Maria Abad Sangra til Spánar
Vala Björk Jónsdóttir í Keflavík

Gæti ekki verið ánægðari með þessa spá
Hörður Bjarnar Hallmarsson, þjálfari Hauka, er auðvitað spenntur fyrir komandi keppnistímabili. Hann segir að vissulega komi spáin nokkuð á óvart.

„Spáin kemur svolítið á óvart. Við höfum staðið okkur vel heilt yfir í vetur og endum í öðru sæti í Lengjubikarnum og eigum margar frábærar frammistöður á þessu undirbúningstímabili. En ég gæti ekki verið ánægðari með þessa spá því hún segir okkur það að hin liðin í deildinni hafa ekki mikla trú á okkur sem er frábært fyrir okkur. Við förum algjörlega pressulaus inn í þetta tímabil en mjög ákveðin í að afsanna þessa spá. Við getum ekki beðið eftir að byrja þetta tímabil," segir Hörður.

Síðasta tímabil var frábært fyrir Haukaliðið þar sem þær komust aftur upp í næst efstu deild.

„Síðasta tímabil var frábært hjá okkur. Við vorum með öflugt lið og spiluðum mjög góðan fótbolta. Við komum inn í þetta tímabil með mikið sjálfstraust eftir síðasta tímabil," segir þjálfarinn.

„Undirbúningstímabilið hefur heilt yfir verið frekar gott hjá okkur. Við höfum æft vel og lagt mikla vinnu á okkur. Hugarfarið í hópnum hefur verið algjörlega til fyrirmyndar í allan vetur og er mikill metnaður í gangi. Við höfum átt margar frábærar frammistöður en auðvitað líka einhverjar ekki eins góðar. Við höfum bætt okkur mikið í vetur sem er það mikilvægasta. Eina neikvæða eru meiðsli nokkura leikmanna sem við bjuggumst við í stórum hlutverkum í sumar. Ég vonast til að fá þær aftur á völlinn sem fyrst."

Breytingarnar eru ekki svakalega miklar á Ásvöllum.

„Breytingar eru ekki mjög miklar á hópnum okkar frá síðasta tímabili. Við höfum bætt við okkur nokkrum mjög öflugum og efnilegum leikmönnum sem passa mjög vel inn í hópinn okkar bæði sem leikmenn og sem karakterar. Við höfum alltaf lagt mesta áherslu á að bæta okkar leikmenn frekar en að bæta við okkur endalaust af nýjum leikmönnum sem eru ekki að styrkja okkur verulega. Margir leikmenn í hópnum hafa bætt sig mikið í vetur og það er það sem við viljum sjá. Okkur hefur tekist að búa til frábæran kjarna af leikmönnum sem eru lang flestar uppaldar Haukastelpur sem er okkur mjög mikilvægt."

Það má reikna með áhugaverðri Lengjudeild í sumar.

„Þetta er áhugaverð deild. Það eru næstum því jafn margir leikmenn frá Bandaríkjunum og Íslandi og mér sýnist einhver sjö til átta lið vera að leggja allt í sölurnar til að komast upp um deild. Við ætlum okkur að vera upp á okkar besta í hverjum einasta leik því allir leikir verða erfiðir í þessari deild. Við erum ekki með nein markmið þetta tímabilið. Við setjum okkur ekki markmið sem við höfum ekki stjórn á. Auðvitað væri mjög gaman að setja stefnuna upp um deild en það væri óraunhæft ef öll hin liðin í deildinni myndu svo sækja tíu útlendinga. Við tökum bara einn dag í einu og reynum að verða betri í dag en í gær. Það sem er mér efst í huga núna er að æfingin í dag verði eins góð og möguleiki er á. Okkar áherslur eru að bæta okkur enn frekar í að spila okkar fótbolta og að taka framförum bæði sem lið og sem einstaklingar. Ef við einbeitum okkur að því ásamt því að vera góðir liðsfélagar innan sem utan vallar þá munu úrslitin fylgja með."

Einhver skilaboð að lokum?

„Ég er mjög ánægður með bæði þjálfarateymið og leikmannahópinn. Ég er ótrúlega þakklátur að fá að vera partur af þessu liði. Ég hlakka til að sjá ykkur á vellinum í sumar. Það sem þið munuð sjá frá okkur er mjög ungt og hugrakkt lið með fullt af mjög efnilegum Haukastelpum sem munu láta ljós sitt skína í sumar," sagði Hörður Bjarnar, þjálfari Hauka.

Fyrstu þrír leikir Hauka
3. maí, Haukar - Keflavík (BIRTU völlurinn)
8. maí, HK - Haukar (Kórinn)
16. maí, Haukar - ÍBV (BIRTU völlurinn)
Athugasemdir