Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 25. maí 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd lækkar verðmiðann á Smalling
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur ákveðið að lækka verðmiðann á enska varnarmanninum Chris Smalling, en hann er á láni hjá ítalska félaginu Roma.

Þessi 30 ára gamli miðvörður gekk til liðs við Roma fyrir tímabilið á láni en hann hefur notið þess að spila á Ítalíu og reynst afar mikilvægur í vörn Rómverja.

Man Utd vildi upphaflega fá 25 milljónir evra fyrir Smalling en Roma var ekki tilbúið að greiða þá upphæð fyrir hann.

Smalling vill vera áfram í herbúðum Roma og samkvæmt Il Tempo er Man Utd tilbúið að lækka verðmiðann niður í 18 milljónir evra.

Roma er því nær því að ganga frá kaupum á Smalling en hann hefur spilað 28 leiki á þessari leiktíð, skorað 2 mörk og lagt upp eitt.
Athugasemdir
banner