Örvar Óðinsson (Magni)
Örvar Óðinsson, leikmaður Magna, er leikmaður þriðju umferðar í 3. deild karla í boði JAKO.
Örvar skoraði tvö mörk þegar Magni vann 3-2 heimasigur gegn Ými í 3. deildinni. Örvar, sem er fæddur árið 2003, gekk í raðir Magna fyrir tímabilið frá Þór. Örvar á ættir sínar að rekja til Grenivíkur svo hann þekkir vel til þar á bæ.
„Hann vann þennan leik fyrir Magnamenn. Hann er uppalinn hjá Þór en hefur komið vel inn í þetta hjá Magnamönnum. Við óskum honum til hamingju með þetta," sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni.
Hægt er að hlusta á Ástríðuna hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum.
Næsta umferð í 3. deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum.
Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð - Vilhjálmur Jónsson (Árbær)
2. umferð - Eysteinn Þorri Björgvinsson (Augnablik)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir