Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
banner
   lau 25. maí 2024 17:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Tíu Dalvíkingar náðu í stig í Breiðholti
Lengjudeildin
Dalvík/Reynir nældi í stig einum manni færri
Dalvík/Reynir nældi í stig einum manni færri
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

ÍR 1 - 1 Dalvík/Reynir
1-0 Ágúst Unnar Kristinsson ('30 )
1-1 Amin Guerrero Touiki ('54 )
Rautt spjald: Abdeen Temitope Abdul, Dalvík/Reynir ('45)
Lestu um leikinn


ÍR og Dalvík/Reynir skildu jöfn í hörku leik í Lengjudeildinni í dag.

Eftir rólega byrjun á leiknum náði Ágúst Unnar að koma heimamönnum í forystu eftir hálftíma leik.

Það bætti gráu ofan á svart fyrir Dalvík/Reyni þegar Abdeen Temitope Abdul var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald.

Dalvík/Reynir vildi fá vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik en það kom ekki að sök því örstuttu síðar skoraði Amin Guerrero Touiki og jafnaði metin.

Það reyndist síðasta mark leiksins og jafntefli niðurstaðan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 8 6 1 1 19 - 8 +11 19
2.    Fjölnir 8 5 2 1 15 - 10 +5 17
3.    ÍBV 8 3 4 1 16 - 10 +6 13
4.    Afturelding 8 3 2 3 11 - 16 -5 11
5.    Keflavík 8 2 4 2 13 - 7 +6 10
6.    Grótta 8 2 4 2 13 - 15 -2 10
7.    ÍR 8 2 3 3 9 - 15 -6 9
8.    Grindavík 6 1 4 1 11 - 11 0 7
9.    Dalvík/Reynir 7 1 4 2 9 - 11 -2 7
10.    Þróttur R. 8 1 3 4 12 - 13 -1 6
11.    Þór 6 1 3 2 8 - 11 -3 6
12.    Leiknir R. 7 1 0 6 7 - 16 -9 3
Athugasemdir
banner
banner
banner