Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Marcos Alonso fær ekki nýjan samning hjá Barca
Mynd: EPA
Spænski bakvörðurinn Marcos Alonso verður án samnings þegar núverandi samningur hans við Barcelona rennur út í sumar.

Alonso er 33 ára gamall og kom aðeins við sögu í 8 leikjum með Barca undir stjórn Xavi á tímabilinu, þar sem Joao Cancelo og Alejandro Balde leystu vinstri bakvarðarstöðuna af hólmi.

Alonso er að ljúka sínu öðru tímabili í Barcelona, en hann spilaði í 37 leikjum í öllum keppnum á síðustu leiktíð þegar Börsungar unnu spænsku deildina.

Hann hefur verið orðaður við Atlético Madrid að undanförnu en framtíð hans er óljós.

Alonso hefur meðal annars spilað fyrir Real Madrid, Fiorentina og Chelsea á ferli sínum sem fótboltamaður en hann á ekki nema 9 A-landsleiki að baki fyrir Spán.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner