Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 14:51
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Mainoo tvöfaldaði forystuna fyrir leikhlé
Mynd: Getty Images
Manchester United er óvænt komið tveimur mörkum yfir í úrslitaleik FA bikarsins gegn Manchester City.

Alejandro Garnacho kom Rauðu djöflunum yfir áður en Kobbie Mainoo tvöfaldaði forystuna.

Mainoo tvöfaldaði forystuna á 39. mínútu eftir auðvelda sókn Man Utd þar sem varnarleikur Man City virtist vera í molum.

Nokkrar einfaldar sendingar komu Mainoo í dauðafæri sem hann gat ekki klúðrað, þar sem hann var algjörlega einn og óvaldaður þegar hann fékk boltann í lappirnar í sannkölluðu dauðafæri.

Man Utd hefur verið talsvert sterkara liðið á Wembley í dag og er ljóst að lærisveinar Pep Guardiola í Man City þurfa að skipta um gír.

Sjáðu markið
Athugasemdir
banner
banner
banner