Enska félagið Plymouth Argyle er búið að staðfesta ráðningu á fótboltagoðsögninni Wayne Rooney sem nýjum aðalþjálfara félagsins.
Plymouth rétt bjargaði sér frá falli úr Championship deildinni á nýliðnu tímabili, þar sem liðið endaði einu stigi fyrir ofan fallsæti þökk sé sigri í lokaumferð tímabilsins.
Plymouth verður fjórða félagið sem Rooney tekur við eftir að hafa stýrt Derby County, D.C. United og Birmingham City án þess að takast að ná árangri.
„Mér líður eins og það sé rétt skref fyrir ferilinn minn að taka við starfinu hjá Plymouth Argyle og ég vil þakka forsetanum og stjórninni fyrir traustið. Þetta er tækifæri til að vera partur af spennandi verkefni, ég hlakka mikið til að hefja störf hérna þar sem aðalmarkmiðið er að byggja upp skemmtilegt og sóknarþenkjandi fótboltalið," sagði Rooney meðal annars við ráðninguna.
Rooney er þriðji þjálfarinn sem stýrir Plymouth á nokkrum mánuðum, eftir að Steven Schumacher skipti til Stoke og arftaki hans Ian Foster var svo rekinn eftir þrjá mánuði í starfi.
?? We are delighted to announce the appointment of Wayne Rooney as our new Head Coach.
— Plymouth Argyle FC (@Argyle) May 25, 2024
Welcome to Argyle, Wayne.#pafc
Athugasemdir