Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   þri 25. júní 2024 20:53
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Liðið var frábært í fyrri hálfleik. Það skiptir okkur engu hvernig yfirborði við spilum á, færðum boltann vel, stjórnuðum leiknum og komumst í góðar stöður til að skora mörk. Hefðum líklega getað gert betur í ákveðnum stöðum en við stóðum allt af okkur. “
Sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks um fyrri háfleikinn í 2-0 sigri Blikakvenna á liði Keflavíkur er liðin mættust í Bestu deildinni í Keflavík í kvöld. Nik hafði ekki lokið máli sínu og sagði um síðari hálfleik.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 Breiðablik

„Í seinni hálfleik tókum við fótinn af bensíngjöfinni. Við héldum það út og gerðum nóg til þess að klára leikinn en við hefðum vissulega getað gert aðeins betur. “

Breiðablik komst með sigrinum aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum á tímabilinu í síðustu umferð gegn Víkingum. Var Nik ánægður með svarið sem liðið sýndi?

„Já við fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum sem lið að okkur þjálfurum meðtöldum. Í fyrri hálfleik sýndum við hvað okkar leikur snýst um.“

Í leiknum gegn Víkingum varð Breiðablik einnig fyrir nokkru áfalli þegar Agla María Albertsdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir urðu fyrir meiðslum. Óttast var að þær kynnu mögulega að vera lengi frá en ekkert hefur heyrst síðan þá. Er eitthvað að frétta af þeirra meiðslum?

„Þær fara í myndatöku á morgun og við verðum að sjá út frá því . Við munum líklega vita um alvarleika meiðslanna á fimmtudag. Við missum þær tvær út en Katrín (Ásbjörnsdóttir) kemur inn í dag og var frábær og augljóslega þurftum við að breyta á miðjunni en stjórnuðum samt þar. Svo að þó að þær séu mikilvægir leikmenn þá erum við með góðann hóp til að halda áfram með.“

Sagði Nik en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner