Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   þri 25. júní 2024 20:53
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Liðið var frábært í fyrri hálfleik. Það skiptir okkur engu hvernig yfirborði við spilum á, færðum boltann vel, stjórnuðum leiknum og komumst í góðar stöður til að skora mörk. Hefðum líklega getað gert betur í ákveðnum stöðum en við stóðum allt af okkur. “
Sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks um fyrri háfleikinn í 2-0 sigri Blikakvenna á liði Keflavíkur er liðin mættust í Bestu deildinni í Keflavík í kvöld. Nik hafði ekki lokið máli sínu og sagði um síðari hálfleik.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 Breiðablik

„Í seinni hálfleik tókum við fótinn af bensíngjöfinni. Við héldum það út og gerðum nóg til þess að klára leikinn en við hefðum vissulega getað gert aðeins betur. “

Breiðablik komst með sigrinum aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum á tímabilinu í síðustu umferð gegn Víkingum. Var Nik ánægður með svarið sem liðið sýndi?

„Já við fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum sem lið að okkur þjálfurum meðtöldum. Í fyrri hálfleik sýndum við hvað okkar leikur snýst um.“

Í leiknum gegn Víkingum varð Breiðablik einnig fyrir nokkru áfalli þegar Agla María Albertsdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir urðu fyrir meiðslum. Óttast var að þær kynnu mögulega að vera lengi frá en ekkert hefur heyrst síðan þá. Er eitthvað að frétta af þeirra meiðslum?

„Þær fara í myndatöku á morgun og við verðum að sjá út frá því . Við munum líklega vita um alvarleika meiðslanna á fimmtudag. Við missum þær tvær út en Katrín (Ásbjörnsdóttir) kemur inn í dag og var frábær og augljóslega þurftum við að breyta á miðjunni en stjórnuðum samt þar. Svo að þó að þær séu mikilvægir leikmenn þá erum við með góðann hóp til að halda áfram með.“

Sagði Nik en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner