Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   þri 25. júní 2024 20:53
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Liðið var frábært í fyrri hálfleik. Það skiptir okkur engu hvernig yfirborði við spilum á, færðum boltann vel, stjórnuðum leiknum og komumst í góðar stöður til að skora mörk. Hefðum líklega getað gert betur í ákveðnum stöðum en við stóðum allt af okkur. “
Sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks um fyrri háfleikinn í 2-0 sigri Blikakvenna á liði Keflavíkur er liðin mættust í Bestu deildinni í Keflavík í kvöld. Nik hafði ekki lokið máli sínu og sagði um síðari hálfleik.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 Breiðablik

„Í seinni hálfleik tókum við fótinn af bensíngjöfinni. Við héldum það út og gerðum nóg til þess að klára leikinn en við hefðum vissulega getað gert aðeins betur. “

Breiðablik komst með sigrinum aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum á tímabilinu í síðustu umferð gegn Víkingum. Var Nik ánægður með svarið sem liðið sýndi?

„Já við fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum sem lið að okkur þjálfurum meðtöldum. Í fyrri hálfleik sýndum við hvað okkar leikur snýst um.“

Í leiknum gegn Víkingum varð Breiðablik einnig fyrir nokkru áfalli þegar Agla María Albertsdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir urðu fyrir meiðslum. Óttast var að þær kynnu mögulega að vera lengi frá en ekkert hefur heyrst síðan þá. Er eitthvað að frétta af þeirra meiðslum?

„Þær fara í myndatöku á morgun og við verðum að sjá út frá því . Við munum líklega vita um alvarleika meiðslanna á fimmtudag. Við missum þær tvær út en Katrín (Ásbjörnsdóttir) kemur inn í dag og var frábær og augljóslega þurftum við að breyta á miðjunni en stjórnuðum samt þar. Svo að þó að þær séu mikilvægir leikmenn þá erum við með góðann hóp til að halda áfram með.“

Sagði Nik en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner