Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   þri 25. júní 2024 20:53
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Liðið var frábært í fyrri hálfleik. Það skiptir okkur engu hvernig yfirborði við spilum á, færðum boltann vel, stjórnuðum leiknum og komumst í góðar stöður til að skora mörk. Hefðum líklega getað gert betur í ákveðnum stöðum en við stóðum allt af okkur. “
Sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks um fyrri háfleikinn í 2-0 sigri Blikakvenna á liði Keflavíkur er liðin mættust í Bestu deildinni í Keflavík í kvöld. Nik hafði ekki lokið máli sínu og sagði um síðari hálfleik.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 Breiðablik

„Í seinni hálfleik tókum við fótinn af bensíngjöfinni. Við héldum það út og gerðum nóg til þess að klára leikinn en við hefðum vissulega getað gert aðeins betur. “

Breiðablik komst með sigrinum aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum á tímabilinu í síðustu umferð gegn Víkingum. Var Nik ánægður með svarið sem liðið sýndi?

„Já við fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum sem lið að okkur þjálfurum meðtöldum. Í fyrri hálfleik sýndum við hvað okkar leikur snýst um.“

Í leiknum gegn Víkingum varð Breiðablik einnig fyrir nokkru áfalli þegar Agla María Albertsdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir urðu fyrir meiðslum. Óttast var að þær kynnu mögulega að vera lengi frá en ekkert hefur heyrst síðan þá. Er eitthvað að frétta af þeirra meiðslum?

„Þær fara í myndatöku á morgun og við verðum að sjá út frá því . Við munum líklega vita um alvarleika meiðslanna á fimmtudag. Við missum þær tvær út en Katrín (Ásbjörnsdóttir) kemur inn í dag og var frábær og augljóslega þurftum við að breyta á miðjunni en stjórnuðum samt þar. Svo að þó að þær séu mikilvægir leikmenn þá erum við með góðann hóp til að halda áfram með.“

Sagði Nik en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner