Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
„Við erum að fara í Bestu!"
Haraldur Freyr eftir tap gegn Aftureldingu: Lífið heldur áfram
Sigurpáll skoraði eina mark leiksins: Trúði þessu varla sjálfur
John Andrews: Hefði bitið af þér hendina
Pétur: Þetta er það sem við vildum
Heiða Ragney: Spennandi að þetta verði úrslitaleikur
Margrét Brynja: Alltaf gaman að koma hingað
Arnór Gauti meyr: Aldrei fundið aðra eins tilfinningu
Nik Chamberlain: Viljum fara þangað og vinna
Maggi hágrét í leikslok: Búinn að hugsa um þessa stund í mörg ár
Sesar var maður leiksins - „Get ekki lýst þessu"
Eggert Gunnþór: Á öðrum degi hefðum við getað skorað 5-6 mörk
Selfoss vann tvöfalt - „Getum ekki beðið um meira"
Bjarni unnið allt sem hægt er að vinna - „Vona að mér verði ekki hent núna"
„Vildi alltaf skíttapa seinasta æfingaleiknum fyrir mót"
Smá brotinn í fyrra - „Aðeins of mikið eins og þetta væri eini sénsinn"
Haraldur Freyr: Ekki í ljósi þess hve var búið að gefa fordæmi fyrir
Magnús Már: Sagði að hann væri að fara að koma með okkur hingað
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
   þri 25. júní 2024 20:53
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Liðið var frábært í fyrri hálfleik. Það skiptir okkur engu hvernig yfirborði við spilum á, færðum boltann vel, stjórnuðum leiknum og komumst í góðar stöður til að skora mörk. Hefðum líklega getað gert betur í ákveðnum stöðum en við stóðum allt af okkur. “
Sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks um fyrri háfleikinn í 2-0 sigri Blikakvenna á liði Keflavíkur er liðin mættust í Bestu deildinni í Keflavík í kvöld. Nik hafði ekki lokið máli sínu og sagði um síðari hálfleik.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 Breiðablik

„Í seinni hálfleik tókum við fótinn af bensíngjöfinni. Við héldum það út og gerðum nóg til þess að klára leikinn en við hefðum vissulega getað gert aðeins betur. “

Breiðablik komst með sigrinum aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum á tímabilinu í síðustu umferð gegn Víkingum. Var Nik ánægður með svarið sem liðið sýndi?

„Já við fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum sem lið að okkur þjálfurum meðtöldum. Í fyrri hálfleik sýndum við hvað okkar leikur snýst um.“

Í leiknum gegn Víkingum varð Breiðablik einnig fyrir nokkru áfalli þegar Agla María Albertsdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir urðu fyrir meiðslum. Óttast var að þær kynnu mögulega að vera lengi frá en ekkert hefur heyrst síðan þá. Er eitthvað að frétta af þeirra meiðslum?

„Þær fara í myndatöku á morgun og við verðum að sjá út frá því . Við munum líklega vita um alvarleika meiðslanna á fimmtudag. Við missum þær tvær út en Katrín (Ásbjörnsdóttir) kemur inn í dag og var frábær og augljóslega þurftum við að breyta á miðjunni en stjórnuðum samt þar. Svo að þó að þær séu mikilvægir leikmenn þá erum við með góðann hóp til að halda áfram með.“

Sagði Nik en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner