Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. júlí 2021 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markamaskínan í banni í stórleik - „Treysti Helga fullkomlega"
Helgi Guðjóns og Nikolaj Hansen.
Helgi Guðjóns og Nikolaj Hansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markamaskínan Nikolaj Hansen verður fjarri góðu gamni þegar Víkingur spilar við Breiðablik í Pepsi Max-deildinni 3. ágúst næstkomandi.

Danski sóknarmaðurinn hefur heldur betur reimað á sig markaskóna í leikjum Víkings í sumar. Hann skoraði tvö mörk í kvöld þegar Víkingur lagði Stjörnuna að velli, 3-2.

Nikolaj er núna búinn að skora 13 mörk í 14 leikjum í Pepsi Max-deildinni.

Hann er búinn að skora tæplega 64 prósent af mörkum Víkings í deildinni í sumar en það er stórkostlegur árangur hjá honum.

Það er áfall fyrir Víking að missa hann í eins mikilvægum leik, en það er gott að hafa einn Helga Guðjónsson til að koma inn fyrir hann.

„Helgi er búinn að standa sig mjög vel. Hann er búinn að vera þolinmóður og ég treysti honum fullkomlega. Svo er Kwame að koma sterkur inn eftir malaríuna. Ég hef engar áhyggjur af okkur," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 3-2 sigur gegn Stjörnunni í kvöld.
Arnar hefur ekkert út á Dodda að setja: Ég klappaði fyrir þessu marki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner