
„Hrikalega góð tilfinning að vinna fótboltaleik. Vorum töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en mætum hreinlega ekki út í seinni hálfleik. Erum í raun og veru að verjast nánast allan seinni hálfleikinn en sem betur fer náum við að læða einu inn í lokinn og tryggja okkur 3-1 sigur,“ sagði Haraldur Freyr, þjálfari Keflavíkur eftir sigur gegn Aftureldingu í kvöld.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 3 Keflavík
„Við leggjum þetta bara upp á okkar hátt eins og við höfum verið að gera. Pressa hátt, og mér finnst það takast vel, sérstaklega í fyrri hálfleik en mér finnst eins og við þorum lítið í seinni hálfleik og er eins og við ætlum að fara verja eitthvað, verja stöðuna og þeir verðskuldað komast inn í leikinn.”
Afturelding minnkaði munin í 1-2 á 83. mínútu. Var komið stress í mannskapin á bekk Keflavíkur? „Já ég meina það er alltaf smá stress þegar það er bara eitt mark og svo var bætt við einhverjum sjö mínútum þannig að það fór aðeins um okkur en við sigldum þessu heim.“
Keflavík mætir Þór í næstu umferð. Hvernig leggst það í Keflvíkinga?„Bara vel. Erum búnir að spila tvo útileiki núna og fínt að fara aftur til Keflavíkur. Það verður bara gaman, hörkuleikur.“
Viðtalið við Harald má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan