Fótbolti.net fjallaði um mögulegar hræringar á leikmannahópi KR í gær. Tveir af þeim sem voru orðaðir við félagið voru þeir Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Ásbjörn Þórðarson sem eru leikmenn FH.
Þeir eru uppaldir KR-ingar og samningar þeirra beggja renna út í lok tímabilsins.
Þeir eru uppaldir KR-ingar og samningar þeirra beggja renna út í lok tímabilsins.
Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, staðfestir í samtali við Fótbolta.net í dag að KR hefði látið vita að félagið ætlaði að ræða við Ástbjörn.
„Mér finnst ekki óeðlilegt að KR sé að sýna Ástbirni áhuga fyrst að við höfum ekki náð að semja við hann. Hann er búinn að spila virkilega vel og hefur tekið mjög miklum framförum, sérstaklega undanfarin tvö ár. Mér finnst mjög eðlilegt að uppeldisfélag leikmanns sem er með lausan samning eftir tímabilið hafi áhuga á því að ná honum til baka. Þeir hafa látið okkur vita af því að þeir vilji semja við hann, en ekkert konkret varðandi það að vilja fá hann núna."
„Við Ástbjörn höfum verið að ræða saman og við höfum ekki náð saman við hann ennþá. Það á eftir að sjá hvernig það endar allt saman," segir Davíð sem staðfestir að KR-ingar hefðu líka látið FH vita af því að þeir ætluðu að ræða við Gyrði.
Slúðursagan er sú að KR sé áhugasamt um að fá Ástbjörn og Gyrði strax í glugganum og myndu bjóða FH Kristján Flóka Finnbogason, uppalinn FH-ing, í skiptum.
Davíð var spurður hvort að FH myndi íhuga þann möguleika ef hann kæmi upp.
„Maður myndi alltaf íhuga það, en það fer alltaf eftir leikmönnunum sjálfum, hvort þeir hafi áhuga á því að skrifa aftur undir hjá okkur eða ekki. Það er eitthvað sem maður þyrfti að fá frekari svör með ef svo bæri undir."
Í leit að sóknarmanni
FH-ingar eru að skoða þann möguleika að fá inn leikmann í hópinn þar sem Úlfur Ágúst Björnsson fer til Bandaríkjanna eftir leikinn gegn Vestra á laugardag.
„Við erum þokkalega rólegir, erum að missa Úlf eftir leikinn á laugardaginn. Við munum horfa í það að reyna fá inn leikmann fyrir hann. Fyrir utan það er ekkert í kortunum, en hlutirnir geta breyst fljótt."
„Við erum búnir að vera mjög ánægðir með leikmannahópinn okkar í ár. Við erum á fínum stað í deildinni, þó svo að ég held að með aðeins meiri lukku þá gætum við verið með aðeins fleiri stig í viðbót. Holningin á liðinu frá því í seinni hálfleik í fyrsta leik hefur heilt yfir verið mjög góð. Hér innanhúss erum við sammála um það að við séum á góðri leið," segir Davíð.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir