Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 23. júlí 2024 11:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur Ágúst yfirgefur FH eftir næsta leik - „Ekkert í hendi"
Úlfur Ágúst.
Úlfur Ágúst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjón.
Bjarni Guðjón.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Úlfur Ágúst Björnsson á einungis eftir að spila einn leik til viðbótar áður en hann heldur vestur um haf og heldur sínu námi við Duke háskólann áfram.

Hann spilar gegn Vestra en fer svo til Bandaríkjanna. Úlfur er algjör lykilmaður í liði FH. Hann missti af fyrstu þremur leikjum deildarinnar en hefur byrjað síðustu tólf leiki, skorað fimm mörk og lagt upp tvö. Hann er að fara inn í sinn annan vetur í Bandaríkjunum.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 ÍA

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, staðfesti við Fótbolta.net í gær að Úlfur færi út eftir leikinn gegn Vestra. Sá leikur fer fram á Ísafirði næsta laugardag og hefst klukkan 14:00.

Félagaskiptaglugginn er opinn. Er FH að skoða eitthvað á markaðnum til að leysa fjarveru Úlfs?

„Við erum að skoða, en markaðurinn er bara erfiður núna. Við erum að reyna og reyna, en það er ekkert í hendi. Á meðan og svo er, þá getum við ekkert gefið upp," sagði Heimir við Fótbolta.net í gær.

Alveg týpískt
Bjarni Guðjón Brynjólfsson var ein af hetjum FH gegn HK, kom inn á sem varamaður og skoraði mjög mikilvægt mark. Hann var ekki með FH gegn ÍA í gær.

„Hann kom inn og stóð sig frábærlega á móti HK. Svo meiddist hann á æfingu daginn eftir, alveg týpískt. Hann var aðeins með á æfingu gær, var ekki alveg orðinn nógu góður, en við erum að vona að hann verði klár gegn Vestra."
   16.07.2024 11:29
Fengið mjög lítið af tækifærum en sýndi hversu „ógeðslega góður" hann er

Heimir Guðjóns: Erum að reyna að breyta því að mönnum finnist skemmtilegt að koma á Kaplakrika
Tiltalið: Úlfur Ágúst Björnsson
Innkastið - Falldraugurinn færist nær KR og Víkingar eru valtir
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner