Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 25. júlí 2024 14:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur Ágúst spáir í 14. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Lék með Njarðvík árið 2022.
Lék með Njarðvík árið 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurmark fyrir norðan.
Sigurmark fyrir norðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ADA verður allt í öllu.
ADA verður allt í öllu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
14. umferð Lengjudeildarinnar fer af stað með fjórum leikjum í kvöld. Umferðinni lýkur svo á laugardag.

Við fáum annað dýr til þess að spá í þessa umferð því Úlfur Ágúst Björnsson, sóknarmaður FH, er spámaður umferðarinnar. Hann fylgir á eftir kettinum Kela sem var með fjóra leiki rétta í síðustu umferð.

Svona spáir Úlfur leikjunum:

Njarðvík 3 - 1 Þróttur (Í kvöld 19:15)
Leikur umferðarinnar þar sem mínir menn í Njarðvík takast á við Þróttarana sem eru að spila silki Vennaball þessa dagana. Þessi leikur fer 3-1 Njarðvik þar sem Oumar Diouck og Freysteinn Ingi setja 1 hvor og Hreggi setur einn banger frá 30+ metrum til að sigla sigrinum heim

Afturelding 2 - 0 Keflavík (Í kvöld 19:15)
Afturelding tekur þennan leik 2-0. Jökull mættur í búrið og lokar því. Aron Jó og Elmar taka svo markaskorunina að sér.

Grótta 4 - 3 Grindavík (Í kvöld 19:15)
Kjartan Kári talar mjög vel um sína menn á Nesinu þannig þessi fer 4-3 Grótta. Þar sem Arnar Daníel setur þrennu, 2 fyrir Gróttu og 1 fyrir Grindavík. Svo klarar Grímur Ingi leikinn fyrir Gróttu og setur 2. Dagur Hammer setur hin mörkin hjá Grindavík

ÍR 3 - 1 Leiknir (Í kvöld 19:15)
Alvöru rígur þarna á milli og leikurinn verður eintóm skemmtun. Arnór Gauti setur 1 og Marc annað fyrir ÍR svo klórar Leiknir i bakkann með banger frá Hjalta Sig þar sem Vukarinn hefur verið að segja að hann sé sjóðheitur þessa dagana. Svo kemur Gils Gíslason, FH-ingurinn, af bekknum og klárar þetta fyrir ÍR-inga 3-1.

Fjölnir 3 - 0 Dalvík/Reynir (föstudag 18:00)
Þetta verður góður 3-0 sigur hja toppliðinu þar sem Máni Austmann setur enn eina þrennuna á þessu tímabili og stingur af í keppninni um gullskóinn.

Þór 0 - 1 ÍBV (laugardag 15:00)
Þetta verður alvöru baráttu leikur og verður allt hnífjafnt þangað til að Olli Heiðars tekur það að sér að stinga alla af og setja eitt mark í blálokin og tryggja 3 stig i 1-0 sigri.

Fyrri spámenn:
Hrafnkell Freyr (4 réttir)
Jón Gísli Eyland (4 réttir)
Kristinn Pálsson (4 réttir)
Árni Marinó (3 réttir)
Arnór Ingvi (3 réttir)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (2 réttir)
Daníel Hafsteins (2 réttir)
Bjarki Steinn (2 réttir)
Jakob Gunnar (2 réttir)
Adam Páls (2 réttir)
Ástbjörn Þórðarson (2 réttir)
Gunnar Malmquist (2 réttir)
Baldvin Borgarsson v2 (1 réttur)
Baldvin Borgarsson og Benedikt Bóas (0 réttir)
Innkastið - Falldraugurinn færist nær KR og Víkingar eru valtir
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner