Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. ágúst 2019 15:14
Ester Ósk Árnadóttir
Byrjunarlið KA og KR: Pablo byrjar hjá KR
Pablo hefur skorað þrjú mörk fyrir KR í sumar
Pablo hefur skorað þrjú mörk fyrir KR í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA og KR hefja 18. umferð Pepsí Max deildar karla í dag. Leikurinn fer fram á Greifavellinum á Akureyri og hefst kl. 16:00.

KR er á toppi deildarinnar með 39 stig en þeir eru með 9 stiga forskot á Breiðablik sem er í öðru sætinu. Þeir færast því ennþá nær Íslandsmeistaratitlinum með sigri hér í dag. KA er hins vegar í harðri fallbaráttu en þeir eru með 20 stig í níunda sæti, tveimur stigum frá fallsæti og þurfa nauðsynlega þrjú stig í dag.

KA gerði jafntefli við ÍBV í síðustu umferð í eyjum. KR nældi í góðan sigur á grönnum sínum í Víking Reykjavík.

KA gerir tvær breytingar á sínu liði en Ásgeir Sigurgeirsson og Brynjar Ingi Bjarnason koma inn í lið KA. Nökkvi fer á bekkinn og Torfi Tímoteus Gunnarsson er ekki í hóp. Ein breyting er á liði KR en Pablo Punyed er í byrjunarliðið KR í stað Kennie Chopart sem er að taka út bann eftur uppsöfnuð gul spjöld.

Beinar textalýsingar
Víkingur R. - Grindavík

Byrjunarlið KA
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Callum Willams
7. Almarr Ormarsson (f)
8. Iosu Villar
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson kemur
14. Andri Fannar Stefánsson
16. Brynjar Bjarni Ingason
21. David Cuerva
29. Alexander Groven

Byrjunarlið KR
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
10. Pálmi Rafn Pálmason
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Pablo Punyed
19. Kristinn Jónsson
20. Tobias Thomsen
21. Kristján Flóki Finnbogasson
22. Óskar Örn Hauksson
25. Finnur Tómas Pálmason

Athugasemdir
banner
banner
banner