
John Andrews, þjálfari Víkings í Lengjudeild kvenna, var virkilega ánægður með 2-1 sigur liðsins á HK í nágrannaríg, en hann segir leikinn hafa verið frábæra auglýsingu fyrir kvennaboltann á Íslandi.
Lestu um leikinn: HK 1 - 2 Víkingur R.
Víkingur gerði svo gott sem út um vonir HK um að komast upp í Bestu deild kvenna með sigrinum í kvöld en nú er HK fjórum stigum á eftir Tindastól sem þarf aðeins einn sigur í síðustu tveimur leikjunum.
HK og Víkingur voru eitt sinn með sameiginlegt lið en því samstarfi lauk fyrir nokkrum árum og er nú mikill ríkur á milli þessara liða.
John ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld og var hann virkilega ánægður með leikinn og andrúmsloftið á vellinum.
„Ég skal segja þér eitt ef þú ert að leita að leik sem er með ástríðu og framlagi þá gætiru ekki fengið betri leik á landinu en nákvæmlega þennan leik. Þetta eru tvö lið sem vilja virkilega vinna og það er mikill rígur á milli þessara tveggja frábæru liða og sem við erum rosalega stolt að hafa verið partur af en við náðum að vinna aftur sem var geggjað. Ég verð að senda stórt hrós á HK því þau hafa gert frábært starf en það var gott að fá stigin þrjú," sagði John.
Víkingur lenti undir strax í byrjun leiks en liðið kom til baka og sótti sigurinn með því að gera tvö mörk.
„Þú hefur þekkt mig lengi MIst, hvað heldur þú að ég hafi hugsað? Við vorum með ákveðið upplegg sem við ætluðum að fara eftir en gerðum ekki. Hrós á HK fyrir markið sem þær gerðu. Þetta var mjög gott mark en það sem ég var ánægður með hvernig við brugðumst við því við vorum að velta fyrir okkur hvernig við gætum það því þetta er nágrannarígur en þær börðust eins og ljón og félaginu til fyrirmyndar."
„Fyrir mig þá var þetta frábær málsvari fyrir fyrir kvennaboltann í landinu því það var svo mikil ástríða frá bæði HK og okkur. Þetta var mjög spennandi leikur og gaman að sjá að stuðningsmenn HK voru að öskra, við vorum að öskra á dómarann og HK líka og þetta var bara spennuþrungið andrúmsloft og það er bara hægt að láta kvennaboltann vaxa í þessu landi og það eru svona leikir sem gera það," sagði hann ennfremur.
Víkingar vildu fá vítaspyrnu á 23. mínútu er liðið var 1-0 undir en Hafdís Bára Höskulsdóttir féll þá í vítateignum eftir viðskipti sín við markvörð HK, en ekkert var dæmt. John var brjálaður yfir að hafa ekki fengið víti.
„Frá þar sem ég stóð þá virtist markvörðurinn hafa farið í andlitið á Hafdísi. Fyrir okkur sem erum heiðarlegt lið þá sérðu bara á vítaspyrnutölfræðinni að við fengið eitt víti á þessu ári því við viljum ekki að leikmenn láti sig detta í vítateignum, nema það sé auðvitað brot. Dómarinn sá þetta ekki og aðstoðardómarinn ekki heldur og ef þeir sáu þetta ekki þá verðum við bara að taka því," sagði John ennfremur en hann ræðir meðal annars um tímabilið hjá Víkingi og margt fleira í viðtalinu hér fyrir ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir