Liverpool 2 - 0 Brentford
1-0 Luis Diaz ('13 )
2-0 Mohamed Salah ('71 )
1-0 Luis Diaz ('13 )
2-0 Mohamed Salah ('71 )
Liverpool vann annan leik sinn á tímabilinu er liðið lagði Brentford að velli, 2-0, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield í dag.
Hollenski stjórinn Arne Slot var að stýra fyrsta deildarleik sínum á Anfield og gekk það allt eins og í sögu.
Luis Díaz kom Liverpool í forystu á 13. mínútu. Brentford fékk hornspyrnu, sem var hreinsuð frá og keyrðu heimamenn hratt upp. Diogo Jota kom með skemmtilega sendingu á milli varnarmanna Brentford á Díaz sem keyrði inn í teiginn og afgreiddi boltann efst í vinstra hornið.
Andy Robertson komst í fínt færi stuttu síðar en Mark Flekken sá við honum. Skotinn fékk annað ágætis færi í byrjun síðari hálfleiks en hollenski markvörðurinn sá við honum í annað sinn.
Gestirnir fengu sitt besta færi á 56. mínútu. Michael Collins átti skalla á fjær eftir vel útfærða hornspyrnu en Alisson Becker las þetta vel og varði skallann áður en hann kýldi boltann úr teignum.
Sóknarleikur Liverpool var skemmtilegur næstu mínútur á eftir. Diogo Jota var hársbreidd frá öðru marki eftir skemmtilegt samspil. Trent Alexander-Arnold fékk boltann á lofti hægra megin í teignum, kom honum fyrir á Jota, en Collins náði að komast fyrir skotið á síðustu stundu.
Heimamenn voru að hóta öðru marki. Flekken varði gott skot Díaz áður en Mohamed Salah tryggði sigurinn.
Dominik Szoboszlai vann boltann, kom honum á Alexis MacAllister sem fann Díaz. Hann sá Salah einan á auðum sjó, kom honum á egypska sóknarmanninn sem lagði hann framhjá Flekken í markinu.
Varamaðurinn Cody Gakpo var nálægt því að bæta við þriðja markinu. Hollendingurinn átti skot sem fór af Collins, í þverslá og aftur fyrir endamörk. Liverpool sigldi þessu örugglega heim og tókst Brentford ekkert að ógna stærstan hluta síðari hálfleiksins.
Liverpool-menn byrja vel á nýju tímabili undir nýjum stjóra. Liðið með fullt hús og tvö hrein lök eftir tvo leiki en Brentford með þrjú stig.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 16 | 11 | 3 | 2 | 30 | 10 | +20 | 36 |
| 2 | Man City | 16 | 11 | 1 | 4 | 38 | 16 | +22 | 34 |
| 3 | Aston Villa | 16 | 10 | 3 | 3 | 25 | 17 | +8 | 33 |
| 4 | Chelsea | 16 | 8 | 4 | 4 | 27 | 15 | +12 | 28 |
| 5 | Crystal Palace | 16 | 7 | 5 | 4 | 20 | 15 | +5 | 26 |
| 6 | Man Utd | 16 | 7 | 5 | 4 | 30 | 26 | +4 | 26 |
| 7 | Liverpool | 16 | 8 | 2 | 6 | 26 | 24 | +2 | 26 |
| 8 | Sunderland | 16 | 7 | 5 | 4 | 19 | 17 | +2 | 26 |
| 9 | Everton | 16 | 7 | 3 | 6 | 18 | 19 | -1 | 24 |
| 10 | Brighton | 16 | 6 | 5 | 5 | 25 | 23 | +2 | 23 |
| 11 | Tottenham | 16 | 6 | 4 | 6 | 25 | 21 | +4 | 22 |
| 12 | Newcastle | 16 | 6 | 4 | 6 | 21 | 20 | +1 | 22 |
| 13 | Bournemouth | 16 | 5 | 6 | 5 | 25 | 28 | -3 | 21 |
| 14 | Fulham | 16 | 6 | 2 | 8 | 23 | 26 | -3 | 20 |
| 15 | Brentford | 16 | 6 | 2 | 8 | 22 | 25 | -3 | 20 |
| 16 | Nott. Forest | 16 | 5 | 3 | 8 | 17 | 25 | -8 | 18 |
| 17 | Leeds | 16 | 4 | 4 | 8 | 20 | 30 | -10 | 16 |
| 18 | West Ham | 16 | 3 | 4 | 9 | 19 | 32 | -13 | 13 |
| 19 | Burnley | 16 | 3 | 1 | 12 | 18 | 33 | -15 | 10 |
| 20 | Wolves | 16 | 0 | 2 | 14 | 9 | 35 | -26 | 2 |
Athugasemdir


