Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Óskað eftir þátttakendum í rannsókn um andlegan líðan eftir krossbandaslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma Hjaltalín er að fara að setja af stað rannsókn þar sem kannað verður hvort að þunglyndis – og/eða kvíðaeinkenni eru meiri hjá íþróttafólki með áverka á fremra krossbandi samanborið við annað íþróttafólk sem glímir ekki við slíkan áverka. Hún óskar eftir fólki til að taka þátt. Hér að neðan má lesa bréfið frá henni.


Góðan daginn,

Telma Hjaltalín heiti ég og er meistaranemi í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Ég er að fara að setja af stað rannsókn þar sem kannað verður hvort að þunglyndis – og/eða kvíðaeinkenni eru meiri hjá íþróttafólki með áverka á fremra krossbandi samanborið við annað íþróttafólk sem glímir ekki við slíkan áverka.

Ég er að leita af íþróttafólki til þess að taka þátt í þessari rannsókn sem verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Eru 18 ára eða eldri.
- Eru með áverka á fremra krossbandi, þ.e hafa slitið krossband og eru annað hvort að bíða eftir aðgerð eða í endurhæfingu eftir aðgerð. Viðkomandi má vera tiltölulega nýbyrjaður að stunda sína íþrótt á fullu aftur.
- Spila/æfa fótbolta, handbolta eða körfubolta á Íslandi í efstu deild eða 1.deild.

Mér þætti rosalega vænt um ef að þið gætuð sett þessa auglýsingu í grúbbur hjá ykkar félagsliðum t.d á Facebook eða sent hana áfram á einstaklinga sem gætu mögulega haft áhuga á að taka þátt og uppfylla þátttökuskilyrðin.

Ef þið uppfyllið þátttökuskilyrðin og hafið áhuga á að taka þátt þá er hlekkurinn á rannsóknina og kynningarbréfið hér.

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá megið þið endilega senda mér email á [email protected]

Fyrirfram þakkir!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner