Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. september 2021 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Gamlir félagar keyptu handrið í stúkuna í Víkinni
Handriðin góðu.
Handriðin góðu.
Mynd: Aðsend
Frá Víkingsvelli.
Frá Víkingsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nokkrir gamlir félagar tóku höndum saman og létu útbúa handrið í stúkuna þegar þeim þótti það ábótavant.

„Gamalmennið ég treysti mér studnum ekki á völlinn þar sem jafnvægi hefur aðeins riðlast og líku rá að detta framfyrir sig aukist," sagði Anton Örn Kjærnested við Fótbolta.net en hann er 81 árs gamall stuðningsmaður Víkinga.

„Ég er Víkingur og við vorum gamlir félagar að ræða þetta vandamál með okkar heimavöll í ágúst árið 2020. Okkar niðurstaða var að þetta væri óviðunandi svo við ákváðum að slá saman í handrið á völlinn okkar," sagði Anton.

Félagarnir höfðu því samband við verktaka sem var tilbúinn að vinna verkið en það kom þeim á óvart að kostnaðurinn var mun lægri en þeir höfðu reiknað með.

„Til að gera langa sögu stutta þá var þessi verktaki frábær vann verkið vel og á stuttum tíma fékk staðgreiðslu og nú geta allir sem heimsækja okkur í Víkina komist leiðar sinnar um stúkuna okkar hvort sem farið er upp eða niður," sagði Anton.

Víkingur leikur sinn mikikilvægasta leik í fjölda ára í dag því liðið getur orðið Íslandsmeistari takist þeim að vinna Leikni á heimavelli sínum í lokaumferð deildarinnar. Búist er við miklum fjölda áhorfenda og þá koma handriðin sér vel. Anton vonar að farið verði að fordæmi þeirra félaganna á öðru völllum.

„Það er himinn og haf á milli þessa að glápa á leiki í sjónvarpi eða vera með liði sínu á leiktdegi. ÉG vona að önnur félög taki tillit til þess að ekki eru allir stuðningsmenn eins kvik og þau voru áður fyrr."

Anton sagðist ekki muna hver verktakinn var sem vann verkið fyrir þá félaga en vildi koma því á framfæri á að hægt væri að hafa samband við framkvæmdastjóra Víkings um frekari upplýsingar ef aðrir vellir vilja taka þetta upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner