lau 25. september 2021 10:31
Brynjar Ingi Erluson
West Ham hafnaði tilboði Liverpool í Bowen
Jarrod Bowen til Liverpool?
Jarrod Bowen til Liverpool?
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool ætlar að leggja fram nýtt og endurbætt tilboð í Jarrod Bowen, leikmann West Ham, en þetta kemur fram í Liverpool Echo í dag.

Bowen er 24 ára gamall vængmaður en hann kom til West Ham frá Hull City fyrir 22 milljónir punda á síðasta ári og gerði hann fimm og hálfs árs samning.

Hann skoraði átta mörk og lagði upp fimm á síðasta tímabili en Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er heillaður af enska leikmanninum, sem getur spilað flestar stöður framarlega á vellinum.

Samkvæmt Liverpool Echo þá hafnaði West Ham 20 milljón punda tilboði Liverpool í Bowen á dögunum en Liverpool mun leggja fram nýtt og endurbætt tilboð í janúar.

West Ham vill fá meira en það sem félagið borga fyrir hann á síðasta ári en Bowen hefur verið í lykilhlutverki liðsins í byrjun leiktíðarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner