Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   sun 25. september 2022 17:51
Kjartan Leifur Sigurðsson
Chris Harrington: Það er fullt af jákvæðum hlutum í KR
Kvenaboltinn
Chris Harrington
Chris Harrington
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var auðvitað erfitt. Þróttur refsaði okkur fyrir sofandahátt og við mættum ekki í fyrri hálfleikinn. Seinni hálfleikur var örlítið betri en miðað við þá staðla sem við setjum okkur þá var þetta ekki nógu gott þó að sumir leikmenn hafi spilað mjög vel. Erfið úrslit en sumir leikmenn hjá okkur sýndu að þeir geta spilað í þessari deild." Segir Chris Harrington þjálfari KR í Bestu deild kvenna eftir 5-0 tap gegn Þrótti í dag.

KR var nú þegar fallið fyrir leik dagsins og stundum er erfitt að gíra leikmenn í svona leiki.

„Ég held að það sé ekki erfitt að gíra stelpurnar upp. Þær gíra sig upp sjálfkrafa. Þetta var bara ekki okkar dagur. Þetta var okkar versti leikur síðan ég kom. Þrátt fyrir að við höfum tapað stórt gegn Val og Breiðablik þá höfum við gefið þeim meiri leik en í dag. Í dag vorum við bara ekki nægilega góðar."

Mjög neikvæð umræða hefur verið um KR uppá síðkastið. Liðið hefur verið sakað um metnaðarleysi í kvennaboltanum.

„Mín skoðun á umræðunni er sú að við þurfum að einblína á það jákvæða. Liðið er fullt af ungum leikmönnum sem eru að fá mínutur í reynslubankann. Þannig það er fullt af jákvæðum hlutum. Margir mjög góðir ungir leikmenn í liðinu. Ég vona að þessir hlutir sem hafa verið í umræðunni munu lagast. Fólkið í kringum félagið lagar þetta vonandi en við einblínum á það jákvæða"

Chris Harrington tók við KR liðinu á miðju tímabili í sumar.

„Eins og staðan er núna þá er framtíð mín í lausu lofti. Ég veit ekki. Ég geri ráð fyrir að hlutirnir verði ræddir í næstu viku. Við sjáum til."
Athugasemdir