Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
banner
   fim 25. september 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Verður Breiðablik meistari á heimavelli?
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik á möguleika á því að verja Íslandsmeistaratitilinn er liðið tekur á móti Stjörnunni í fyrstu umferð eftir tvískiptingu Bestu deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld.

Blikar hafa verið í banastuði stærstan hluta tímabilsins og eru með ellefu stiga forystu á toppnum.

Liðið tekur á móti Stjörnunni klukkan 18:00, en það fylgist væntanlega náið með úrslitum úr leik FH og Vals í Kaplakrika.

Ef FH tapar gegn Val þá getur Breiðablik unnið deildina því að leggja Stjörnuna að velli.

Þróttur og Víkingur eigast einnig við í deildinni, en Þróttarar sitja í 3. sæti með 36 stig á meðan Víkingur er í 5. sæti með 25 stig.

Þór/KA getur farið langleiðina með að fella Tindastól niður í Lengjudeildina er liðin eigast við í neðri hlutanum. Þór/KA er í efsta sæti neðri hlutans með 21 stig, fjórum stigum meira en Tindastóll. Þór/KA bjargar sér formlega frá falli með sigri og því mikið undir í norðanslagnum.

Leikir dagsins:

Besta-deild kvenna - Efri hluti
16:15 FH-Valur (Kaplakrikavöllur)
18:00 Þróttur R.-Víkingur R. (AVIS völlurinn)
18:00 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)

Besta-deild kvenna - Neðri hluti
19:15 Þór/KA-Tindastóll (Boginn)
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 22 17 2 3 84 - 23 +61 53
2.    FH 22 15 3 4 56 - 27 +29 48
3.    Þróttur R. 22 14 3 5 41 - 30 +11 45
4.    Stjarnan 22 10 1 11 39 - 43 -4 31
5.    Valur 22 8 5 9 33 - 35 -2 29
6.    Víkingur R. 22 9 1 12 49 - 48 +1 28
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór/KA 21 9 1 11 38 - 44 -6 28
2.    Fram 21 8 2 11 32 - 47 -15 26
3.    Tindastóll 21 6 3 12 30 - 52 -22 21
4.    FHL 21 1 1 19 15 - 68 -53 4
Athugasemdir