
Lionel Messi er að eiga svakalegt tímabil í Bandaríkjunum og Inter Miami hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppni MLS.
Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði tvö mörk er Inter Miami vann New York City, 4-0, í MLS-deildinni í nótt og er nú markahæsti leikmaður deildarinnar.
Messi, sem er 38 ára gamall, skoraði annað mark Inter Miami eftir konfektsendingu frá Sergio Busquets.
Luis Suarez skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu sem Rodrigo De Paul fiskaði og þá gerði Messi annað mark sitt og síðasta mark Miami eftir hraða skyndisókn.
Messi er nú kominn með 24 deildarmörk og orðinn markahæstur ásamt því að vera í 3. sæti yfir flestar stoðsendingar eða tíu talsins.
Hann hefur alls komið að 43 mörkum í öllum keppnum á tímabilinu sem gerir þetta tölfræðilega að hans besta tímabili í bleiku og svörtu treyjunni.
Inter Miami er í 3. sæti Austur-deildarinnar með 55 stig, aðeins fimm stigum frá toppnum og með tvo leiki til góða. Liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni MLS-deildarinnar með sigrinum í nótt.
MESSI MAGIC IN THE BIG APPLE! ???? pic.twitter.com/r2U3Z4FBdJ
— Major League Soccer (@MLS) September 25, 2025
Ankara Messi, Ankara Messi, Ankara Messi Ankara Messi, Ankara Messi . ???? pic.twitter.com/8yTgHhkPOC
— Major League Soccer (@MLS) September 25, 2025
Athugasemdir