Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fim 25. september 2025 22:56
Sverrir Örn Einarsson
Snúin aftur eftir krossbandsslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Kvenaboltinn
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
720 dögum eftir að hún lék síðast deildarleik með Val og 589 dögum eftir að hún lék síðast meistaraflokksleik með Val sneri Arna Sif Ásgrímsdóttir aftur á völlinn er hún var í byrjunarliði Vals gegn FH er liðin mættust í Kaplakrika í dag en úrslit leiksins urðu 1-1. Fréttaritara lék forvitni á að vita hvernig tilfinningin væri að snúa aftur á völlinn eftir svo langa fjarveru?

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

„Hún var bara ótrúlega góð. Þetta er eitthvað sem maður er búin að bíða eftir í 589 daga til að vera nákvæm þannig að þetta var bara hrikalega skemmtilegt.“

Þjálfarateymi Vals fór aðra leið en algengast er þegar leikmenn eru að snúa aftur eftir fjarveru og settu Örnu beint í byrjunarliðið frekar en að koma henni hægt og rólega inn í hlutina.

„Það eru þrír leikir síðan ég fékk grænt ljós á einhverjar mínútur og ég er búin að ná að klukka mínútur með 2.flokki hjá Val og var mest komin með hálfleik. Þetta kom pínu flatt upp á mig þegar mér var tilkynnt að ég ætti að byrja þegar maður hafði séð fyrir sér fimm mínútur hér og korter þar.“

Þessi langa fjarvera Örnu má segja að skýrist bæði af gleði og sorg. Hún varð fyrir því óláni að slíta krossband en auk þess varð hún einnig barnshafandi og fæddi barn í heiminn. Öllu jöfnu er talsvert afrek fyrir afrekskonur að koma til baka eftir annaðhvort en hvað þá bæði.

„Þetta er búið að vera ótrúlegt í rauninni. Ég er bara ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag. Það er eitt að koma til baka eftir erfið meiðsli en svo að ganga með og fæða barn. Þetta er búið að ganga vel og illa og allt þar á milli í rauninni. Að vera komin hingað í dag gerir mig bara stolta en þetta er bara eitt skref og það er ennþá hellings vinna eftir og það heldur bara áfram. Ég ætla samt að leyfa mér að vera bara mjög ánægð með mig í dag og svo höldum við bara áfram á morgun.“

Sagði Arna en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner