Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
   fim 25. september 2025 22:56
Sverrir Örn Einarsson
Snúin aftur eftir krossbandsslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Kvenaboltinn
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
720 dögum eftir að hún lék síðast deildarleik með Val og 589 dögum eftir að hún lék síðast meistaraflokksleik með Val sneri Arna Sif Ásgrímsdóttir aftur á völlinn er hún var í byrjunarliði Vals gegn FH er liðin mættust í Kaplakrika í dag en úrslit leiksins urðu 1-1. Fréttaritara lék forvitni á að vita hvernig tilfinningin væri að snúa aftur á völlinn eftir svo langa fjarveru?

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

„Hún var bara ótrúlega góð. Þetta er eitthvað sem maður er búin að bíða eftir í 589 daga til að vera nákvæm þannig að þetta var bara hrikalega skemmtilegt.“

Þjálfarateymi Vals fór aðra leið en algengast er þegar leikmenn eru að snúa aftur eftir fjarveru og settu Örnu beint í byrjunarliðið frekar en að koma henni hægt og rólega inn í hlutina.

„Það eru þrír leikir síðan ég fékk grænt ljós á einhverjar mínútur og ég er búin að ná að klukka mínútur með 2.flokki hjá Val og var mest komin með hálfleik. Þetta kom pínu flatt upp á mig þegar mér var tilkynnt að ég ætti að byrja þegar maður hafði séð fyrir sér fimm mínútur hér og korter þar.“

Þessi langa fjarvera Örnu má segja að skýrist bæði af gleði og sorg. Hún varð fyrir því óláni að slíta krossband en auk þess varð hún einnig barnshafandi og fæddi barn í heiminn. Öllu jöfnu er talsvert afrek fyrir afrekskonur að koma til baka eftir annaðhvort en hvað þá bæði.

„Þetta er búið að vera ótrúlegt í rauninni. Ég er bara ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag. Það er eitt að koma til baka eftir erfið meiðsli en svo að ganga með og fæða barn. Þetta er búið að ganga vel og illa og allt þar á milli í rauninni. Að vera komin hingað í dag gerir mig bara stolta en þetta er bara eitt skref og það er ennþá hellings vinna eftir og það heldur bara áfram. Ég ætla samt að leyfa mér að vera bara mjög ánægð með mig í dag og svo höldum við bara áfram á morgun.“

Sagði Arna en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner