Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 25. september 2025 22:56
Sverrir Örn Einarsson
Snúin aftur eftir krossbandsslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Kvenaboltinn
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
720 dögum eftir að hún lék síðast deildarleik með Val og 589 dögum eftir að hún lék síðast meistaraflokksleik með Val sneri Arna Sif Ásgrímsdóttir aftur á völlinn er hún var í byrjunarliði Vals gegn FH er liðin mættust í Kaplakrika í dag en úrslit leiksins urðu 1-1. Fréttaritara lék forvitni á að vita hvernig tilfinningin væri að snúa aftur á völlinn eftir svo langa fjarveru?

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

„Hún var bara ótrúlega góð. Þetta er eitthvað sem maður er búin að bíða eftir í 589 daga til að vera nákvæm þannig að þetta var bara hrikalega skemmtilegt.“

Þjálfarateymi Vals fór aðra leið en algengast er þegar leikmenn eru að snúa aftur eftir fjarveru og settu Örnu beint í byrjunarliðið frekar en að koma henni hægt og rólega inn í hlutina.

„Það eru þrír leikir síðan ég fékk grænt ljós á einhverjar mínútur og ég er búin að ná að klukka mínútur með 2.flokki hjá Val og var mest komin með hálfleik. Þetta kom pínu flatt upp á mig þegar mér var tilkynnt að ég ætti að byrja þegar maður hafði séð fyrir sér fimm mínútur hér og korter þar.“

Þessi langa fjarvera Örnu má segja að skýrist bæði af gleði og sorg. Hún varð fyrir því óláni að slíta krossband en auk þess varð hún einnig barnshafandi og fæddi barn í heiminn. Öllu jöfnu er talsvert afrek fyrir afrekskonur að koma til baka eftir annaðhvort en hvað þá bæði.

„Þetta er búið að vera ótrúlegt í rauninni. Ég er bara ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag. Það er eitt að koma til baka eftir erfið meiðsli en svo að ganga með og fæða barn. Þetta er búið að ganga vel og illa og allt þar á milli í rauninni. Að vera komin hingað í dag gerir mig bara stolta en þetta er bara eitt skref og það er ennþá hellings vinna eftir og það heldur bara áfram. Ég ætla samt að leyfa mér að vera bara mjög ánægð með mig í dag og svo höldum við bara áfram á morgun.“

Sagði Arna en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner