sun 25. október 2020 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Espirito Santo: Boltinn má ekki fara þarna megin við vegginn
Mynd: Getty Images
Jacob Murphy hafði spilað 34 úrvalsdeildarleiki fyrir Newcastle áður en hann var valinn í liðið í dag. Hann skoraði sitt annað mark á úrvalsdeildarferlinum.
Jacob Murphy hafði spilað 34 úrvalsdeildarleiki fyrir Newcastle áður en hann var valinn í liðið í dag. Hann skoraði sitt annað mark á úrvalsdeildarferlinum.
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo stjóri Wolves var svekktur eftir 1-1 jafntefli gegn Newcastle í dag.

Úlfarnir voru betri allan leikinn og tóku forystuna á 80. mínútu en gestirnir frá Newcastle náðu að jafna með laglegu marki beint úr aukaspyrnu. Jacob Murphy, kantmaður sem spilaði sem hægri vængbakvörður, tók spyrnuna og sneri knettinum laglega framhjá vegginum og í nærhornið.

Espirito Santo er allt annað en sáttur með jöfnunarmarkið.

„Við áttum góðan leik gegn vel skipulögðu liði. Við klúðruðum alltof mikið af færum í fyrri hálfleik en náðum loks að skora markið verðskuldaða á lokakaflanum. Við gerðum gott mark en jöfnunarmarkið þeirra var grátlegt. Boltinn má ekki fara þarna megin við vegginn og enda í netinu. Það er bannað," sagði Nuno.

„Við gáfum ekki færi á okkur og áttum að klára þennan leik með sigri. Mistökin okkar voru að nýta ekki færin okkar, svo þarf ég að sjá þetta aukaspyrnumark aftur."

Steve Bruce, stjóri Newcastle, er ánægður með stigið og segir að sínir menn hafi verðskuldað stig fyrir vinnuframlagið sitt.

„Við erum himinlifandi með þetta stig, það hefði verið ósanngjarnt fyrir strákana að tapa þessum leik. Ég er sérstaklega ánægður fyrir hönd Jacob (Murphy) sem hefur verið að flækja liðsvalið fyrir mér á upphafi tímabils.

„Ég séð hann taka aukaspyrnur á æfingum. Hann er alltaf síðastur að yfirgefa æfingasvæðið og það er frábært að sú vinna skilaði þessu jöfnunarmarki."

Athugasemdir
banner
banner