Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. október 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd búið að hafa samband við Conte
Aftur á leið til Englands?
Aftur á leið til Englands?
Mynd: Getty Images
Fréttirnar um að Ole Gunnar Solskjær verði rekinn frá Manchester United eru að verða mjög háværar.

Fabrizio Romano, sem er mjög áreiðanlegur fjölmiðlamaður, segir að United sé að hugsa um að reka Norðmanninn.

Það er að heyrast úr fleiri en einni átt að United sé búið að setja sig í samband við Antonio Conte, fyrrum þjálfara Juventus, Chelsea, ítalska landsliðsins og Inter.

Conte hefur verið atvinnulaus síðan hann yfirgaf Internazionale í maí en hann gerði liðið að meisturum. Conte vann Englandsmeistaratitilinn með Chelsea 2017 og FA-bikarinn ári síðar.

Ítalski fjölmiðlamaðurinn Gianluca Di Marzio segir að Man Utd sé búið að heyra í Conte og núna rétt í þessu var Talksport að birta tíst þess efnis að menn frá Rauðu djöflunum væru búnir að spjalla við Conte um að taka við. Sá ítalski er spenntur fyrir því að snúa aftur til Englands.

Sjá einnig:
Íslenskt stuðningsfólk Man Utd svarar: Á að reka Solskjær?


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner