Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, og Halldór Árnason saman á hliðarlínunni hjá KV sumarið 2014.
Talið er að KR hafi verið með nafn Óskars Hrafns Þorvaldssonar efst á lista sínum þegar yfir mögulega kandídata sem næsta þjálfara liðsins.
Ákveðið var að endursemja ekki við Rúnar Kristinsson, Óskar samdi við Haugesund í Noregi og er KR ekki enn búið að ráða þjálfara.
Ákveðið var að endursemja ekki við Rúnar Kristinsson, Óskar samdi við Haugesund í Noregi og er KR ekki enn búið að ráða þjálfara.
Sagan segir að næstu nöfn á lista hafi verið nöfn Jökuls Elísabetarsonar og Halldórs Árnasonar. Jökull útilokaði snemma í þessum mánuði að hann myndi taka við KR og sama dag og hann sagði frá því var Dóri tilkynntur sem nýr þjálfari Breiðabliks.
Dóri var spurður út í uppeldisfélagið sitt KR í samtali við Fótbolta.net í dag. Fékkstu símtal frá KR?
„Ég er uppalinn KR-ingur og þekki marga í kringum KR. Við spjöllum mikið saman, bæði um fótbolta og lífið almennt. Það voru einhverjar þreifingar eftir að tilkynnt var að Rúnar yrði ekki áfram, en það fór ekki í neinar viðræður þannig lagað," sagði Dóri.
Athugasemdir