Síðasti leikur tímabilsins í Bestu deild karla fór fram á Kópavogsvelli í dag þegar Breiðablik og Stjarnan mættust. Stjarnan vann sannfærandi 2-0 sigur á Blikum og þar með tryggðu sér 3. sæti deildarinnar. Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 2 Stjarnan
„Ég var mjög ánægður með þennan leik og fannst við hafa töluverða yfirburði heilt yfir. Þeir áttu sín móment og gerðu vel oft. En mér fannst frekar að þetta hefði getað endað með stærri sigri heldur en hitt."
Finnst Jökli líklegt að þetta hafi verið síðasti leikur Eggerts Arons
„Ég átta mig ekki á því, ég peppa hann í öllu sem hann vill gera. Þegar að kemur að því að hann ákveður að fara út þá verð ég tilbúinn að keyra hann upp á flugvöll og ýta honum inn í vél."
Getur Jökull útilokað að taka við Breiðabliki eða KR?
„Já ég get útilokað það. Ég er í Stjörnunni og er mjög ánægður. Mjög ánægður með allt fólkið, hópinn, stuðningsmennina. Já ég get útilokað það."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir