Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
banner
   lau 25. október 2025 16:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
Jón Þór Hauksson tók við Vestra eftir að Davíð Smári Lamude var látinn taka pokann sinn og ætlunarverkið var að halda liðinu uppi í Bestu deild. Það varrð að engu eftir stórt tap gegn KR í dag.

„Þungar, erfiðar og sárar (tilfinningar)," sagði Jón Þór eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  5 KR

„Þetta fer frá okkur eftir 40 mínútur. Fyrir og eftir hléið gefum við mörkin aulalega frá okkur og eftir það reynum við að koma til baka, fjölga mönnum í sóknarleiknum en við einfaldlega réðum ekki við það. Varnarleikur einn á móti einum, vorum að tapa honum. KR-ignar frábærir í skyndisóknum og við réðum ekkert við það."

Guðmundur Andri Tryggvason kom KR yfir en stuttu síðar skoraði Vladimir Tufegdzic en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

„Það er aldrei rangstaða. Mér fannst við gera það frábærlega. Það var högg að lenda undir í leiknum, mér fannst við bregðast frábærlega við því og gerum frábært mark sem er fullkomlega löglegt," sagði Jón Þór.

„Þetta eru alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra. Við eigum að fá víti gegn KA fyrir tveimur umferðum síðan. Þetta er alltof stórt, ef ég tala fyrir sjálfan mig, endirinn á tímabilinu í fyrra með ÍA, þetta eru alltof stór atvik. Fokking gerið þið betur, hvernig getur hann flaggað á eitthvað sem er ekki. Ef hann sér það ekki hvernig getur hann þá flaggað á þetta. Það verður einhver að svara þessu og það þarf einhver að spurja þessara spurninga, hvað er í gangi? Þetta er alltof lélegt."

Svona stór atriði, öskrar þetta á VAR?

„Ég veit það ekki, bara gera betur. Þessir menn eru búnir að vera í þessu jafn lengi og við erum búnir að vera í fótbolta. Hver djöfullinn er þetta? Ógeðslega lélegt. Það breytir því ekki að skellurinn er stór, sár og vondur. Auðvitað getum við ekki sagt að við höfum tapað leiknum á því en þetta er risa fokking stórt móment," sagði Jón Þór.

Jón Þór staðfesti í lok viðtalsins að hann verði ekki áfram með Vestra og framhaldið hjá honum sjálfum er í óvissu.
Athugasemdir
banner
banner