Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
banner
   lau 25. október 2025 19:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
„Mikil vonbrigði. Svekktur með margt, sjálfan mig og liðsfélaga mína,"I sagði Elmar Atli Garðarsson eftir að Vestri féll úr Bestu deildinni eftir tap gegn KR í lokaumferðinni í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  5 KR

„Það situr svolítið eftir eftir þennan leik. Það er gríðarlega svekkjandi að hann skuli taka þessa ákvörðun ekki nema einhverjum tuttugu metrum frá línunni. Það er lágmark sem við getum beðið um að línuvörður haldi línu í þessari deild. Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt. Ekki að ég ætla fara kenna þessu um eftir að hafa tapað þessum leik 5-1 að lokum en þetta er risamóment," sagði Elmar.

KR komst yfir og strax í kjölfarið jafnaði Vestri metin en markið var dæmt af vegna rangstöðu en það var mjög umdeildur dómur.

„Auðvitað hefur það áhrif í svona leik þegar svona móment fellur ekki með þér. Kannski það hafi truflað menn eitthvað."

Lengjudeildin á næsta ári, hvernig er að heyra það?

„Það er ömurleg tilfinning, hreint út sagt," sagði Elmar sem gat ekki svarað því hvort hann muni taka slaginn með liðinu næsta sumar.
Athugasemdir