„Þetta var ekta FH leikur, við vorum frábærir sóknarlega en slakir varnarlega og gefum of auðveld mörk. Þetta var skemmtilegur leikur, en auðvitað viltu alltaf enda á sigri,'' segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 3-4 tap gegn Fram í sínum seinasta leik sem þjálfari FH.
Lestu um leikinn: FH 3 - 4 Fram
„Mér fannst aukaspyrnan í lokinn vera sá lengsti hagnaður sem ég hef séð en enga síður alltaf vonbrigði að tapa. Fyrsti leikurinn sem við töpum á árinu á heimavelli. Við vildum halda í það að vera ósigraðir á heimavelli,''
Heimir þjálfa sinn seinasta leik hjá FH og endaði kveðjuleikurinn því miður með tapi.
„Það var gaman, auðvitað hefði maður viljað að það væri meira undir. Fólk mætti á völlinn til að styðja við liðið sitt þannig þetta var bara góður dagur.''
Björn Daníel, fyrirliði FH, var líka að spila sinn seinasta leik fyrir FH í dag. Heimir var spurður út hversu mikilvægur hann hefur verið fyrir FH.
„Hann er frábær fótboltamaður. Besti leikmaður í sögu Íslands í þriðja hlaupinu og góður í öllum hlutum leiksins. Ég byrjaði með hann 2007 eða 2008 og það er bara frábært að enda þetta með honum.''
Heimir er spurður út í gengi hans hjá FH.
„Ég held að ég gangi stoltur frá borði. Mér fannst mikið afrek að koma FH í topp sex og ef þú tekur mið af glugganum, þá misstum við menn á meðan allir í kringum okkur voru að styrkja sig. Ég fer stoltur frá þessu og sáttur.''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
























