Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
banner
   lau 25. október 2025 16:58
Brynjar Óli Ágústsson
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var ekta FH leikur, við vorum frábærir sóknarlega en slakir varnarlega og gefum of auðveld mörk. Þetta var skemmtilegur leikur, en auðvitað viltu alltaf enda á sigri,'' segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 3-4 tap gegn Fram í sínum seinasta leik sem þjálfari FH.


Lestu um leikinn: FH 3 -  4 Fram

„Mér fannst aukaspyrnan í lokinn vera sá lengsti hagnaður sem ég hef séð en enga síður alltaf vonbrigði að tapa. Fyrsti leikurinn sem við töpum á árinu á heimavelli. Við vildum halda í það að vera ósigraðir á heimavelli,''

Heimir þjálfa sinn seinasta leik hjá FH og endaði kveðjuleikurinn því miður með tapi.

„Það var gaman, auðvitað hefði maður viljað að það væri meira undir. Fólk mætti á völlinn til að styðja við liðið sitt þannig þetta var bara góður dagur.''

Björn Daníel, fyrirliði FH, var líka að spila sinn seinasta leik fyrir FH í dag. Heimir var spurður út hversu mikilvægur hann hefur verið fyrir FH.

„Hann er frábær fótboltamaður. Besti leikmaður í sögu Íslands í þriðja hlaupinu og góður í öllum hlutum leiksins. Ég byrjaði með hann 2007 eða 2008 og það er bara frábært að enda þetta með honum.''

Heimir er spurður út í gengi hans hjá FH.

„Ég held að ég gangi stoltur frá borði. Mér fannst mikið afrek að koma FH í topp sex og ef þú tekur mið af glugganum, þá misstum við menn á meðan allir í kringum okkur voru að styrkja sig. Ég fer stoltur frá þessu og sáttur.''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner
banner