Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. nóvember 2019 10:38
Magnús Már Einarsson
Klopp vill að Van Dijk fái Gullboltann
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Virgil van Dijk varnarmaður liðsins eigi skilið að fá Gullboltann sem leikmaður ársins í heiminum.

Valið verður tilkynnt í næstu viku en Van Dijk er á 30 manna lista sem kemur til greina.

„Ef þú gefur Gullboltann til besta leikmannsins af þessari kynslóð þá ætti alltaf að láta Lionel Messi hafa hann," sagði Klopp.

„Ef þú gefur verðlaunin til besta leikmannsins á síðasta tímabili þá er það Virgil van Dijk. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta virkar en ég sé þetta svona."

„Besti leikmaðurinn af öllum? Það er Lionel. Besti leikmaður tímabilsins? Það er Virgil. Við þurfum að sjá."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner