Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 25. nóvember 2020 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg burstaði Bayern í xG bardaganum
Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch. Hann þjálfar Salzburg.
Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch. Hann þjálfar Salzburg.
Mynd: Getty Images
Bayern München fór með sigur af hólmi gegn Salzburg í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Leikurinn endaði með 3-1 sigri Bayern og eru Evrópumeistararnir komnir áfram í 16-liða úrslit.

Bayern vann leikinn, en þeir unnu ekki xG bardagann.

Tölfræði og leikgreining er alltaf að verða stærri og stærri innan fótboltans, en xG er tölfræðihugtak í fótbolta sem er orðið mjög vinsælt í boltaumræðunni.

Til að skýra xG á einfaldan hátt, þá mælir það hversu líklegt það er að lið skori miðað við gæði marktækifæris. Skot af 30 metrum skilar ekki miklu xG en dauðafæri við opið mark mun líklega gefa liði um 0,9 xG.

Salzburg var með 3,50 í xG á meðan Bayern var með 1,37. Bayern nýtti hins vegar sín færi mun betur. Manuel Neuer var vel á verði í marki Bayern. Hann átti markvörslu kvöldsins en hana má sjá hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner