Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungir strákar ferðuðust með Arsenal - Fær Rúnar tækifæri?
Mynd: Getty Images
Arsenal heimsækir Molde í Evrópudeildinni á morgun.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, valdi fjóra unga leikmenn í hópinn sem ferðaðist með liðinu til Noregs.

Arsenal hefur unnið fyrstu þrjá leikina sína í riðlinum og Arteta mun væntanlega breyta liði sínu nokkuð til að halda leikmönnum ferskum.

Ungu leikmennirnir sem koma inn í hópinn eru Emile Smith Rowe, Folarin Balogun, Miguel Azeez og Ben Cottrell. Smith Rowe er elstur af þeim en hann er tvítugur og var á síðustu leiktíð á láni hjá Huddersfield. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður en hann hefur talað um það að hann líti mikið upp til Mesut Özil, sem er einmitt ekki inn í myndinni hjá Arteta.

Rúnar Alex Rúnarsson ferðaðist með Arsenal og hann gæti spilað á morgun. Hann hefur spilað einn leik í Evrópudeildinni á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner