Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. nóvember 2021 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Tottenham og West Ham: Kane og Bowen byrja
Harry Kane
Harry Kane
Mynd: Getty Images
Tottenham mætir slóvenska liðinu Mura í Maribor klukkan 17:45 í Sambandsdeildinni. Fyrri leikur liðanna endaði 5-1 á heimavelli Tottenham.

Tottenham er í öðru sæti riðlilsins með sjö stig eftir fjóra leiki. Rennes er á toppnum með tíu stig, Vitesse er með sex stig og Mura er án stiga í neðsta sæti. Níu breytingar eru á liði Tottenham, einungis Harry Kane og Japhet Tanganga sem byrja eftir að hafa byrjað gegn Leeds um síðustu helgi.

Í Evrópudeildinni á West Ham útileik gegn Rapid Vín. Með sigri endar liðið í efsta sæti riðilsins. Átta breytingar eru á liði West Ham. Michail Antonio og Lukasz Fabianski eru ekki í hópnum. Þeir sem byrjuðu síðasta deildarleik og aftur í dag eru þeir Craig Dawson, Tomas Soucek og Jarrod Bowen.

Byrjunarlið Tottenham: Gollini, Doherty, Tanganga, Rodon, Skipp, Sessegnon, Ndombele, Sanchez, Gil, Kane, Alli.
(Varamenn: Austin, Davies, Dier, Emerson, Hojbjerg, Lloris, Lucas, Reguilon, Son, Winks)

Byrjunarlið West Ham: Areola, Coufal, Dawson, Diop, Masuaku, Noble, Soucek, Lanzini, Bowen, Yarmolenko, Vlasic.
(Varamenn: Alese, Benrahma, Chesters, Cresswell, Fornals, Fredericks, Johnson, Kral, Perkins, Randolph, Rice, Zouma)
Athugasemdir
banner
banner
banner