fös 25. nóvember 2022 22:20
Brynjar Ingi Erluson
„Risastór mistök að setja ekki Foden inná"
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Micah Richards, sparkspekingur á BBC, skilur ekkert í þeirri ákvörðun að Gareth Southgate hafi ekki sett Phil Foden inn í liðið gegn Bandaríkjunum á HM í kvöld.

Englendingum gekk lítið að skapa og vantaði oft upp á að geta brotið upp vörn Bandaríkjamanna.

Mason Mount átti eitt hættulegt færi undir lok fyrri hálfleiks en annars kom ekki mikið úr honum.

Richards benti á að Southgate væri með einn hæfileikaríkasta leikmann Englands a´bekknum en ákvað að setja hann ekki inná í þessum leik.

Foden spilaði tuttugu mínútur á móti Íran en fékk ekki eina mínútur gegn Bandaríkjunum.

„Við tölum um sköpungargáfu. Hver er fyrsti leikmaðurinn sem ykkur dettur í hug? Það er Phil Foden,“ sagði Richards.

„Mason Mount átti ekki sinn besta dag og ég ætla ekki að setja sökina á hann en þetta var leikur þar sem við náðum ekki skiptingunum nógu vel eða senda hann fljótt á milli manna. Við vorum með einn af hæfileikaríkustu leikmönnum landsins á bekknum og ég skil bara ekkert í því.“

„Þetta snýst ekki um einn leikmenn sem á að skipta sköpum heldur hversu oft við sjáum hann í hverri einustu viku að fara inn í þessi litlu svæði og búa til eitthvað úr engu.“

„Það voru risastór mistök að setja hann ekki inn á völlinn í kvöld,“
sagði Richards ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner