Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   mán 25. nóvember 2024 16:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lúkas Magni laus undan samningi (Staðfest)
Í leik með KR síðasta vetur.
Í leik með KR síðasta vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudag greindi Kristján Óli Sigurðsson frá því á X að Lúkas Magni Magnason væri búinn að rifta samningi sínum við KR.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, staðfesti við Fótbolta.net að búið væri að fella niður samning Lúkasar við félagið.

Lúkas Magni er 19 ára varnarmaður sem kom í KR fyrir tímabilið 2023 frá Breiðabliki. Hann á að baki sjö leiki fyrir unglingalandsliðin.

Hann var með samning út tímabilið 2027 hjá KR en búið er að fella niður þann samning.

Lúkas Magni kom vð sögu í þremur deildarleikjum og tveimur bikarleikjum með KR fyrri hluta tímabilsins.

Hann hélt í sumar til Bandaríkjanna og hóf þar nám við Clemson háskóla þar sem hann er á fótboltastyrk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner