Búið er að fresta viðræðum Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara og KSÍ um nýjan samning en Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.
Núverandi samningur Heimis rennur út að loknum HM í Rússlandi í sumar.
Núverandi samningur Heimis rennur út að loknum HM í Rússlandi í sumar.
„Það er gagnkvæmur áhugi á því að halda samstarfinu áfram,“ sagði Heimir við Morgunblaðið í gær, en vildi annars lítið tjá sig um málið og sagði það ótímabært á þessari stundu.
Heimir sagði að verið væri að leggja lokahönd á undirbúning þessa einstaka árs í sögu karlalandsliðsins í knattspyrnu og sú sameiginlega ákvörðun verið tekin að fresta frekari viðræðum um hugsanlegan nýjan samning.
Ísland mætir Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni í haust en fyrstu leikir þar eru í september. Árið 2019 tekur undankeppni EM síðan við.
Heimir var aðstoðarþjálfari Lars Lagerback með íslenska landsliðið frá 2012 til 2013 en hann tók síðan við liðinu ásamt Lars. Þeir stýrðu Íslandi saman á EM í Frakklandi 2016 en eftir það hætti Lars og Heimir tók við.
Athugasemdir