Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   fös 26. janúar 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
KSÍ frestar samningaviðræðum við Heimi
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að fresta viðræðum Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara og KSÍ um nýjan samning en Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Núverandi samningur Heimis rennur út að loknum HM í Rússlandi í sumar.

„Það er gagn­kvæm­ur áhugi á því að halda sam­starf­inu áfram,“ sagði Heim­ir við Morg­un­blaðið í gær, en vildi ann­ars lítið tjá sig um málið og sagði það ótíma­bært á þess­ari stundu.

Heimir sagði að verið væri að leggja loka­hönd á und­ir­bún­ing þessa ein­staka árs í sögu karla­landsliðsins í knatt­spyrnu og sú sam­eig­in­lega ákvörðun verið tek­in að fresta frek­ari viðræðum um hugs­an­leg­an nýj­an samn­ing.

Ísland mætir Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni í haust en fyrstu leikir þar eru í september. Árið 2019 tekur undankeppni EM síðan við.

Heimir var aðstoðarþjálfari Lars Lagerback með íslenska landsliðið frá 2012 til 2013 en hann tók síðan við liðinu ásamt Lars. Þeir stýrðu Íslandi saman á EM í Frakklandi 2016 en eftir það hætti Lars og Heimir tók við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner