þri 26. janúar 2021 22:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Eina leiðin fyrir mig sem stjóra
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er kominn með sitt lið á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Man City vann öruggan 5-0 sigur gegn West Brom á útivelli í kvöld.

Sjá einnig:
Nýtt topplið í níunda sinn - Nýtt met

„Þetta var góð frammistaða og úrslitin eru góð líka," sagði Guardiola eftir leikinn.

„Við reyndum að hafa leikmennina í sem bestu ásigkomulagi, við vorum auðmjúkir, einbeittum okkur að því sem við þurftum að gera og bárum virðingu fyrir andstæðingnum. Við vorum að berjast alveg til enda því fótbolti er erfiður."

„Það taka allir þátt í sókninni í því að spila, skapa færi og reyna að klára færi. Það var mikilvægt að mæta í teiginn og reyna að skapa færi."

Guardiola er ekki að hugsa langt fram í tímann. „Einn eða tveir dagar í frí og svo er það Sheffield. Það er eina leiðin fyrir mig sem stjóra, að hugsa bara um Sheffield."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner