Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 26. janúar 2021 07:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rojo orðaður við Boca og Galaxy
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er opinn fyrir því að þeir Jesse Lingard og Marcos Rojo fari að láni frá félaginu það sem eftir lifir tímabili.

Í gær var greint frá því að West Ham hefði áhuga á því að fá Lingard.

Fabrizio Romano, félagaskiptasérfræðingurinn, segir að varnarmaðurinn Rojo fari líklegast til Boca Juniors í heimalandinu. Aðrir miðlar segja að Rojo sé með tilboð á borðinu frá LA Galaxy í Bandaríkjunum. River Plate hefur reynt að fá Rojo en lítill áhugi er á því að fara þangað.

Rojo er þrítugur varnarmaður sem rennur út á samningi hjá United í sumar.
Athugasemdir
banner
banner