Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. janúar 2021 07:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rojo orðaður við Boca og Galaxy
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er opinn fyrir því að þeir Jesse Lingard og Marcos Rojo fari að láni frá félaginu það sem eftir lifir tímabili.

Í gær var greint frá því að West Ham hefði áhuga á því að fá Lingard.

Fabrizio Romano, félagaskiptasérfræðingurinn, segir að varnarmaðurinn Rojo fari líklegast til Boca Juniors í heimalandinu. Aðrir miðlar segja að Rojo sé með tilboð á borðinu frá LA Galaxy í Bandaríkjunum. River Plate hefur reynt að fá Rojo en lítill áhugi er á því að fara þangað.

Rojo er þrítugur varnarmaður sem rennur út á samningi hjá United í sumar.
Athugasemdir
banner
banner