Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 26. janúar 2022 21:07
Brynjar Ingi Erluson
Haaland velur þrjá bestu leikmenn heims - Lewandowski efstur
Erling Braut Haaland og Robert Lewandowski
Erling Braut Haaland og Robert Lewandowski
Mynd: EPA
Robert Lewandowski, framherji Bayern München, er besti leikmaður heims af FIFA en líka að mati norska framherjans Erling Braut Haaland en hann valdi þrjá bestu leikmenn heims í viðtali við Sky Sports.

Haaland og Lewandowski eru miklir keppinautar í þýsku deildinni og hafa skorað gríðarlegt magn af mörkum síðustu ár.

Lewandowski hefur tvö ár í röð verið valinn besti leikmaður heims að mati FIFA en missti af Ballon d'Or árið 2020 þar sem verðlaununum var aflýst.

Lionel Messi vann á síðasta ári og fannst mörgum Lewandowski svikinn af verðlaununum.

Haaland valdi þrjá bestu leikmenn heims í dag en Lewandowski var efstur hjá honum. Karim Benzema og Lionel Messi deila öðru sætinu.

„Þetta er góð spurning. Ég verð að segja Lewandowski í efsta sæti og svo Karim Benzema sem er búinn að vera frábær en líka Lionel Messi sem er magnaður. Þeir deila öðru og þriðja sætinu," sagði Haaland.
Athugasemdir