Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 14:08
Elvar Geir Magnússon
„Verðmiði Man Utd eitt það fáránlegasta sem ég hef séð í fótbolta"
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: EPA
„Sú upphæð sem Manchester United fer fram á til að fá Lingard lánaðan er eitt það fáránlegasta sem ég hef séð í fótbolta. Félagið gæti ekki selt hann fyrir þessa upphæð. Það er rétt hjá Newcastle að neita að borga þetta. Lingard gæti sætt sig við það og haldið áfram að spila ekki reglulega eða reynt að þrýsta á að komast burt," skrifar Luke Edwards, blaðamaður Daily Telegraph, á Twitter.

Newcastle vill fá Jesse Lingard lánaðan út tímabilið en leikmaðurinn er ósáttur við skort á spiltíma hjá Manchester United. Newcastle vill þó ekki ganga að verðmiðanum sem settur er upp.

Samkvæmt Telegraph þá fer Man Utd fram á 12 milljónir punda og sérstakt ákvæði ef Newcastle heldur sér uppi í ensku úrvalsdeildinni. Heildarupphæðin gæti þá farið upp í 16,5 milljónir punda með lánsfé og launakostnaði.

Talað hefur verið um að Newcastle sé reiðubúið að greiða Man Utd 6 milljónir punda fyrir lándsvölina.
Athugasemdir
banner
banner
banner