mið 26. febrúar 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elliði fær leikmenn með reynslu úr efstu deild (Staðfest)
Oddur, Ásgeir og Andri.
Oddur, Ásgeir og Andri.
Mynd: Elliði
Elliði, sem leikur í 3. deild næsta sumar, tilkynnti í kvöld þrjá nýja leikmenn. Alls hafa þessir þrír leikmenn leikið 277 leiki í efstu deild og því mikil reynsla að bætast í hóp Elliða.

Leikmennirnir eru Andri Þór Jónsson, Ásgeir Örn Arnþórsson og Oddur Ingi Guðmundsson. Andri kemur frá Fylki, Ásgeir frá Aftureldingu og Oddur frá KV

„Árbæingar í húð og hár sem hafa spilað saman frá blautu barnsbeini. Þeir félagarnir koma með mikla reynslu, gæði og síðast en ekki síst góða klefastemningu inn í okkar unga lið," segir í tilkynningu frá Elliða.

„Stjórn Elliða býður þá hjartanlega velkomna heim."

Elliði spilar í 3. deild í sumar eftir að hafa komist upp úr 4. deildinni síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner