Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   mán 26. febrúar 2024 19:35
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið West Ham og Brentford: Paquetá kominn aftur
David Moyes og Thomas Frank hafa staðfest byrjunarlið West Ham United og Brentford FC í eina úrvalsdeildarslag kvöldsins í enska boltanum.

Lucas Paquetá er kominn aftur í byrjunarlið West Ham eftir meiðsli, en hann var einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins fyrir meiðslin.

Tomas Soucek og Konstaninos Mavropanos koma einnig inn í liðið, þar sem Soucek tekur stöðu Kalvin Phillips á miðjunni á meðan Mavropanos kemur inn fyrir Nayef Aguerd, sem sest á bekkinn. Phillips byrjaði lánsdvöl sína hjá West Ham afar illa og er í leikbanni í kvöld.

Í liði gestanna fær Neal Maupay byrjunarliðssæti í stað Yoane Wissa og verður hann við hlið Ivan Toney í fremstu víglínu. Þá fær Keane Lewis-Potter tækifæri í byrjunarliðinu fyrir Mads Roerslev sem dettur úr hópnum, mögulega vegna meiðsla eða veikinda.

Þetta er áhugaverður slagur sem fer fram í kvöld þar sem bæði lið þurfa sigur. Hamrarnir eru um miðja deild og geta blandað sér í Evrópubaráttuna með sigri, á meðan Brentford er aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsæti.

West Ham: Areola, Coufal, Zouma, Mavropanos, Emerson, Alvarez, Soucek, Ward-Prowse, Paqueta, Kudus, Bowen.
Varamenn: Fabianski, Ogbonna, Aguerd, Ings, Johnson, Antonio, Mubama, Earthy, Scales.

Brentford: Flekken, Lewis-Potter, Zanka, Ajer, Mee, Reguilon, Norgaard, Onyeka, Jensen, Maupay, Toney.
Varamenn: Strakosha, Wissa, Ghoddos, Collins, Damsgaard, Baptiste, Janelt, Roerslev, Yarmoliuk.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner