Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 26. mars 2021 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Býst ekki við kallinu frá A-landsliðinu strax - „Þetta hefur bara tikkað"
Svenni fagnar í íslensku treyjunni
Svenni fagnar í íslensku treyjunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen sat fyrir svörum í Teams-viðtali frá hóteli U21 árs landsliðsins í Györ. Sveinn byrjaði fyrsta leik liðsins í gær og skoraði eina mark Íslands í 4-1 tapi gegn Rússlandi í gær.

Sveinn er 22 ára og hefur til þessa ekki leikið A-landsleik, hann hefur skorað sjö mörk í sextán leikjum með U21 landsliðinu og var spurður bæði út í A-landsliðið og góða tölfræði með U21. Sveinn er leikmaður Spezia á Ítalíu en er á láni hjá OB í Danmörku út þessa leiktíð.

A-landsliðið: Finnst þér þú vera klár í það skref á þessum tímapunkti?

„Á þessum tímapunkti myndi ég segja að ég sé ekki að spila nóg hjá félagsliði til að fá kallið frá A-landsliðinu. Þannig ég er ekkert að búast við kallinu strax.”

Þetta lið (U21) hefur dregið það besta úr þér sem leikmanni, þú skorar nánast í hverjum leik sem þú klæðist treyjunni. Hvað er það sem lætur þig tikka svona vel?

„Ég eiginlega veit það ekki. Ég hef fengið mikið traust frá þjálfurum og mikið af mínútum. Þetta hefur bara tikkað,” sagði Sveinn.

Næsti leikur liðsins er gegn Danmörku á sunnudag.

Annað úr Teams-viðtalinu
„Verð örugglega á undan gamla að snoða mig, hann er svo þrjóskur"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner