
„Við erum betra lið og vissum það alveg fyrirfram en það er samt oft erfitt að spila svona leiki," segir Davíð Kristján Ólafsson sem skoraði fyrsta mark Íslands í 7-0 sigrinum gegn Liechtenstein.
„Að skora sjö mörk og vinna 7-0 er bara frábært. Þeir virkuðu þreyttari en við bjuggumst við."
„Að skora sjö mörk og vinna 7-0 er bara frábært. Þeir virkuðu þreyttari en við bjuggumst við."
Lestu um leikinn: Liechtenstein 0 - 7 Ísland
Davíð átti erfitt uppdráttar, eins og fleiri leikmenn íslenska landsliðsins, í tapinu gegn Bosníu. Hann segir það hafa verið ljúft að ná að skora í dag.
„Maður á mismunandi leiki og þetta var kannski ekki besti fyrri hálfleikurinn hjá mér gegn Bosníu. Geggjað að skora og leggja upp núna og svara aðeins fyrir mig núna. Ég skora ekki mörg mörk."
„Við hættum ekki, héldum bara áfram. Þetta var gaman og geggjað að Aron hafi skorað þrennu."
Athugasemdir