Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
   mið 26. mars 2025 08:25
Hafliði Breiðfjörð
Áhorfspartý: Lyon - Bayern í Meistaradeild kvenna í kvöld
Glódís Perla.
Glódís Perla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klefinn í samvinnu við Heimavöllinn og Minigarðinn ætla að bjóða til Meistaradeildar veislu miðvikudaginn 26. mars. Öll eru velkomin, sjá allar upplýsingar um viðburðinn hér

Glódís Perla Viggósdóttir leikur með FC Bayern, en þetta er seinni leikurinn í viðureign Lyon og Bayern, en fyrri leikinn sigraði Lyon 2-0.

Húsið opnar kl. 17:00

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins mætir og fer yfir liðin og síðustu viðureign þeirra.

Leikurinn hefst kl. 17:45

Heimavöllurinn verður með pop up búð með Bayern Munchen treyjum, plakötum og fleira, þá verður official Bayern Munchen treyjumerkingar á staðnum.

Happdrætti með veglegum vinningum frá Glódísi, Bayern Munchen, Heimavellinum og fleirum verður dregið úr í hálfleik.

Þá verður tilboð á mat og drykkjum í Minigarðinum, mælum með að panta borð. https://www.minigardurinn.is/vidburdir

„Góð þátttaka hefur verið á síðustu viðburðum Klefans þegar við höfum sýnt kvenna leiki og við eigum von á fjölda áhugasamra til að koma í stemningu og hvetja Glódísi áfram, Við vitum af liðum sem eru að fjölmenna og taka frá borð fyrir liðin sín og nota tækifærið að gera eitthvað saman sem lið. Vonumst til að sjá sem flest í Minigarðinum á miðvikudaginn, ” segir Silja Úlfarsdóttir sem er í forsvari fyrir Klefann.
Athugasemdir
banner
banner