Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
   mið 26. mars 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Harry Kane: Það er ekki hlustað á leikmenn
Mynd: EPA
Harry Kane markahrókur Bayern München og fyrirliði enska landsliðsins segir að það sé ekki hlustað á leikmenn í umræðunni um gríðarlegt leikjaálag.

Kane mun taka þátt í nýju og stærra heimsmeistaramóti félagsliða sem verður í sumar.

„Í hreinskilni sagt finnst mér ekki mikið hlustað á leikmenn. Ég elska að spila fótbolta og ætla ekki að kvarta yfir því að gera það. Það er möguleiki á að stýra álaginu að einhverju leyti en þetta er ekki auðveld staða," segir Kane.

Fleiri leikmenn hafa vakið athygli á gríðarlegu leikjaálagi á leikmenn en alltaf er verið að fjölga leikjum og stytta frí sem leikmenn fá.
Athugasemdir
banner
banner