Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   mán 26. apríl 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Balogun búinn að skrifa undir nýjan samning við Arsenal
Arsenal hefur gert nýjan samning við sóknarmanninn Folarin Balogun.

Viðræður tóku sinn tíma en þessi nítján ára strákur var orðaður við önnur félög. Samningur hans var að renna út í sumar.

Hann hefur spilað sex aðalliðsleiki fyrir Arsenal og skorað tvö mörk, í leikjum gegn Molde og Dundalk í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Balogun hefur ekki ennþá spilað með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann þykir mikið efni.


Athugasemdir
banner
banner