Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   lau 26. apríl 2025 13:45
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Burnley skoraði fimm - Tvö rauð og dramatík í lífsnauðsynlegum sigri Luton
Burnley ætlar sér að vinna titilinn
Burnley ætlar sér að vinna titilinn
Mynd: Burnley
Burnley er komið aftur á toppinn í ensku B-deildinni eftir að liðið vann 5-0 stórsigur á QPR í 45. umferð deildarinnar í dag.

Burnley-menn, sem hafa verið sterkasta varnarlið deildarinnar á tímabilinu, voru búnir að tryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildina fyrir þessa umferð.

Nú er öll einbeiting sett á að vinna titilinn en liðið berst þar við Leeds. Markatala gæti skipt miklu máli í baráttunni en þar hefur Leeds betur.

Burnley reyndi að saxa aðeins á markatölu Leeds í dag. Zian Flemming og Jeremy Sarmiento skoruðu báðir tvö fyrir gestina og þá gerði Joshua Cullen eitt.

Þá hélt liðið hreinu í 30. sinn á tímabilinu en það hefur aðeins fengið á sig fimmtán mörk allt tímabilið. Ótrúlegasta afrek í sögu deildarinnar.

Burnley er nú með 97 stig á toppnum, þremur stigum meira en Leeds. Á mánudag tekur Leeds á móti Bristol City.

Luton vann mikilvægan 1-0 sigur á Coventry City á Kenilworth Road.

Luton, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta ári, hefur verið í miklum vandræðum á þessari leiktíð. Liðið hefur verið í fallbaráttu á tímabilinu.

Coventry er á meðan í baráttu um umspilssæti. Ekki byrjaði það vel hjá gestunum því Jay DaSilva fékk að líta rauða spjaldið eftir þrettán mínútur.

Það var jafnt í liðum þegar tuttugu mínútur voru eftir er Liam Walsh fékk sitt annað gula spjald á þremur mínútum og var rekinn af velli.

Þegar lítið var eftir af leiknum náðu heimamenn í Luton að gera sigurmarkið er Shandon Baptiste skoraði, tæpum fimmtán mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Lífsnauðsynlegur sigur hjá Luton sem er í 20. sæti, þremur stigum fyrir ofan fallsæti fyrir lokaumferðina. Coventry er í 6. sæti með 66 stig, en tapið var heldur þungt í baráttu liðsins um að komast í umspil.

Luton 1 - 0 Coventry
1-0 Shandon Baptiste ('90 )
Rautt spjald: ,Jay DaSilva, Coventry ('13)Liam Walsh, Luton ('68)

QPR 0 - 5 Burnley
0-1 Joshua Cullen ('9 )
0-2 Zian Flemming ('20 )
0-3 Zian Flemming ('28 )
0-4 Jeremy Sarmiento ('62 )
0-5 Jeremy Sarmiento ('90 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 20 13 5 2 51 22 +29 44
2 Middlesbrough 20 11 6 3 30 21 +9 39
3 Millwall 20 10 5 5 24 26 -2 35
4 Ipswich Town 20 9 7 4 34 19 +15 34
5 Preston NE 20 8 8 4 27 21 +6 32
6 Hull City 20 9 4 7 33 34 -1 31
7 QPR 20 9 4 7 27 30 -3 31
8 Stoke City 20 9 3 8 26 19 +7 30
9 Southampton 20 8 6 6 34 28 +6 30
10 Bristol City 20 8 6 6 28 23 +5 30
11 Birmingham 20 8 4 8 29 25 +4 28
12 Watford 20 7 7 6 28 26 +2 28
13 Leicester 20 7 7 6 27 26 +1 28
14 Wrexham 20 6 9 5 24 23 +1 27
15 Derby County 20 7 6 7 27 29 -2 27
16 West Brom 20 7 4 9 23 28 -5 25
17 Sheffield Utd 20 7 2 11 25 29 -4 23
18 Swansea 20 6 5 9 21 27 -6 23
19 Charlton Athletic 19 6 5 8 19 25 -6 23
20 Blackburn 19 6 4 9 19 24 -5 22
21 Oxford United 20 4 7 9 21 28 -7 19
22 Portsmouth 19 4 5 10 15 26 -11 17
23 Norwich 20 3 5 12 22 33 -11 14
24 Sheff Wed 19 1 6 12 15 37 -22 -9
Athugasemdir
banner
banner
banner